Menntamál - 01.04.1967, Blaðsíða 37

Menntamál - 01.04.1967, Blaðsíða 37
MENNTAMÁL 31 Hugsum okkur lágstéttardreng með móður sinni í strætis- vagni. Drengurinn ærslast og hoppar til og frá í vagninum. Móðirin segir: „Seztu og vertu góður“. Drengurinn segir: „Af hverju?“ Móðirin: „Af því að ég er búin að segja þér að setjast í sætið“. Drengur sezt ekki enn og heldur áfrarn að ærslast, og móðirin segir enn einu sinni: „Ég var búin að segja þér að setjast! “ Og spyrji barnið enn einu sinni: „af hverju?“ þá er síðasta svarið stundum skammir eða jafn- vel löðrungur. Skýringarnar á því, sem barnið á að gera, felast í endurteknum fyrirmælunum sjálfum. llarnið á að gera eitthvað, af því að það á að gera það: Boð og bönn eru ekki skýrð. Veröldin og reglur hennar eru eins konar hring- ur. Hvað hendir miðstéttarbörn við sömu skilyrði? Þau ærslast alveg eins og lágstéttarbörn, og móðirin segir: „Seztu í sætið þitt“ eins og fyrr. Síðan spyr barnið: „Af liverju á ég að setjast?“ En þá segir móðirin ekki: „Af því að þú átt að setjast“, heldur gefur skýringu: „Af því að þú gætir dottið og meitt þig.“ Barnið gegnir samt ekki enn, og þá spyr móðirin: „Sagði ég þér ekki að setjast?“, og snýr setningunni npp í spurningu. Barnið spyr enn eins og lág- stéttarbarnið: „Af hverju?“ „Þú truflar alla, sem sitja í kring." Þetta er önnur skýring en fyrr, og ef barnið sezt ekki enn, getur leikurinn enn haldið áfram. Þar til kemur að löðrungi eða öðru því, er bindur enda á þessi orðaskipti, liafa orðið ýmis stig á skýringum milli samskiptaaðila, og barnið lærir, að það er hægt að skýra út athafnir, boð og bönn, að til er samband milli orsaka og afleiðinga þess, sem gerist. Ef löðrungurinn kemur að lokum, þá er það vegna þess, að hið augljósa samband milli orsaka og afleið- inga hefur ekki orðið til þess að sannfæra barnið til að taka upp annað atferli. Það stendur þá í ákveðnu sambandi við orsakaskýringarnar og viðbrögð barnsins gagnvart þessnm orsakaskýringum. Hér er ólíku saman að jafna. Ef veröldin er liringlaga rás, þar sem skýringarnar eru staðhæfingar og staðhæfingar skýringar, er torleiði fyrir barnið í skólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.