Menntamál - 01.04.1967, Blaðsíða 26
20
MENNTAMÁL
eldra og barna skipta mjög miklu máli fyrir skólagreind
barna, tungutak og tölvísi, og einkum fyrir ástundun og
þolgæði.
Þjóðfélagið býr nrisvel að börnum sínum, úr því að
samskipti foreldra og barna takmarka jafnrétti til mennta
og skapa ólík skilyrði til árangurs í menntakerfinu. Hvað
geta skólar gert til þess að jafna á milli?
Ýmsar rannsóknir hafa leitt í Ijós, að ekki nema 40—60%
af mismun á námsárangri barna verða rakin til greindarinn-
ar. Um hin 40—60% verður að leita annarra skýringa.
Nýlokið er rannsókn í Bretlandi, er rekur meira að segja
90% af mismun námsárangurs til heimahúsanna — til að-
stöðumunar!
Samkvæmt annarri rannsókn lækkar greindarvísitala
barna úr lágstéttunum um 6—7 stig frá því er skólaganga
hefst. Hjá miðstéttarbörnum hækkar hún á sama tíma
um allt að því 16—20 stig. Hvernig verður þetta skýrt?
Dreiling greindar eftir félagsstéttum er ekki meðfædd; hún
hlýtur að vera árangur skilyrða, sem skólarnir hafa aldrei
gert sér far um að kanna. Eitt aðaleinkenni vannýtingar
skólanna á greind er sú staðreynd, að hún kemur niður á
lágstéttarbörnum, þ. e. að hún mismunar þjóðfélagshópum.
Nú er það, sem kallað er stétt, afar ólíkt með ólíkum þjóð-
um. Bandaríkjamenn skilgreina orðið stétt (social class)
eftir öðrum einkennum en Bretar, og það kann að vera, að
skilgreining stétta út frá efnahagslegum sjónarmiðum ein-
vörðungu sé úrelt orðin. Svo virðist einmitt sem mennt
manna og skólaganga eigi mjög virkan þátt í stéttskipting-
unni og arfgengi þessarar skiptingar. Það kann að koma að
því, að íslendingar verði stéttskiptari þjóð en við búumst
við. Stéttin, sá hópur, er barnið elst upp í, er eitt aðaláhrifa-
valdið til að móta þá greindarsjóði, sem barnið hefur hlotið
í arf og til ávöxtunar. Barnið kemur með sjóð sinn í banka,
ef svo má að orði kveða, sem ekki kann að ávaxta fé eins
og það sem þarna er komið með. Þegar litið er á lélags-