Menntamál - 01.04.1967, Blaðsíða 80
74
MENNTAMAL
frambúðar, þótt grípa verði til hennar um takmarkaðan
tíma, þegar kennaraskortur hefur skapazt. Hins vegar tel
ég að gefa verði henni vandlega gaum á næstu árum. Við
skólana starfa nú ijöldi kennara, sem ekki hafa fullnægj-
andi þekkingu til að kenna eðlisfræði. Hin takmarkaða
þekking mun há þessum kennurum enn meir, ef þeir eiga
að fara að kenna námsefni eins og tíðkast í þeim löndum,
sem hafa endurbætt verulega námsefnið í eðlisfræði. Það
er því í raun og veru skilyrði þess, að verulegar endurbæt-
ur verði hægt að gera, að menntun kennara verði aukin.
Guðmundur Arnlaugsson rektor hefur um nokkurn tíma
haft með hendi námsstjórn í eðlisfræði og stærðfræði. Hann
hefur nú tvö síðustu haust skipulagt á vegum fræðsluskrif-
stofunnar námskeið fyrir gagnfræðaskólakennara í stærð-
l'ræði og eðlisfræði. Námskeið þessi hafa verið vel sótt, og
tel ég að þau hafi heppnast mjög vel. Það var mjög ánægju-
legt að finna áhuga kennaranna til að bæta við þekkingu
sína og fá námsefnið endurbætt. Ég er ekki í nokkrum
vafa um, að það beri að efla þessi námskeið. Tel ég að at-
huga þurfi vandlega, hvernig megi skiptdeggja slík nám-
skeið þannig, að menn geti áunnið sér full réttindi til
kennslu við gagnfræðaskóla með þáttöku í röð af slíkum
námskeiðum. Til jress þarf eðlilega að bæta verulega
kennsluaðstöðuna við slík námskeið, og ef BA kennslan í
eðlisfræði við Háskólann verður eíld, skapast þar mögu-
leiki til að reka slík námskeið. Nú virðist svo sem veruleg
aukning muni fást á næstu árum á kennslurými Háskólans,
og með því munu möguleikarnir til að auka BA kennsluna
batna stórlega. Þá vil ég benda á, að grundvallarskilyrði
þess, að mögulegt sé að gera róttækar endurbætur á náms-
efninu er, að hægt verði að kynna jrað og þjálfa kennara i
kennslu þess með vel skipulögðum námskeiðum. Slík nám-
skeið krefjast þó mun betri aðstöðu en hægt hefur verið
að bjóða upp á í Jreiin námskeiðum, sem þegar hafa verið
haldin. Með því að efla BA kennslu í eðlisfræði við Há-