Menntamál - 01.04.1967, Blaðsíða 17
MENNTAMAL
11
leiðsluháttum — meiri byltingar en í samanlagðri mann-
kynssögunni þar á undan (og mestar á undanförnum áratug-
um) — hafa að nokkru leyti lárið framhjá þeim. Þetta gildir
jafnt um þekkinguna sjálfa sem um nýtingu hennar til lífs-
viðurværis æ fleiri jarðarbúa, sem lifa æ lengur í æ flóknari
sambúð hverjir við aðra og við sjálfa sig. Til dæmis eru
fleiri vísindamenn uppi í dag en í allri sögunni samanlagðri
til 1950. Svo telst til, að % allra vísindamanna heimssögunn-
ar séu starfandi nú. Meira hefur birzt af vísindalegum nið-
urstöðum rannsókna milli 1950 og 1965 en í samanlagðri
sögu vísindanna til þess tíma; fleiri uppgötvanir á sviði
tækni og vísinda hafa verið gerðar eftir heimsstyrjöldina
síðari en í allri sögunni til þess tíma. Talið er, að tala vís-
indalegra uppgötvana, t. d. í efnafræði, muni tvöfaldast á
10 ára lresti á næstunni. Tækni og vísindi dagsins benda
til þess, að árið 2000 verði félagsleg tilvera manna fjær því
sem hún var árið 1950 heldur en reynsla þess tíma var
þjóðfélagi miðalda. Mun ég nefna um þetta nokkur dærni
hér á eftir.
í miðjum þessum breytilega heimi standa skólakerfin,
óbreytt að mestu, handíðastofnanir á tækniöld, mótaðar af
vísindaheimi 19. aldar hvað inntak og námsefni snertir.
Börnin, sem inn í skólana koma 7 ára 1965, koma úr háskól-
um 1985, betur eða verr undir það búin að lifa og starfa á
hnettinum á 21. öld. Hvernig verður þá umhorfs í veröld-
inni? Þá munu sennilega 7 milljarðar manna búa á hnettin-
um — tveir þriðju þeirra við sult. Okkur órar vart fyrir þeim
félagslegu og pólitísku skilyrðum, sem þá verður við að búa
í borgurn, sem enginn veit, hvernig skal byggja og áætla.
Hvernig búum við unga fólkið undir þetta samfélagslíf?
Menn 21. aldar kunna að jafnaði að ná áttræðis- eða hálf-
níræðisaldri, lifa í hjúskap 60 til 70 ár, verða fimmtugir eða
nær sextugir þegar fyrsta foreldrið deyr. Það verður tæpast
vandalaust að lila slíku lífi sem einstaklingur. Búum við
unga íólkið undir það?