Menntamál - 01.04.1967, Blaðsíða 95
MENNTAMÁL
89
DR. GOTTFRIED HAUSMANN prófessor:
Starfa skólarnir fyrir
framtíðina?
Erindi það, sem hér birtist, ílutti Dr. Gottíried Hausmann, pró-
íessor við uppeldisvísindadeild háskólans í Hamborg, 1. júní 19G6 í
Alþjóðahúsinu Sonnenberg í Oberharz í Þýzkalandi á fundi um skóla-
mál austanhafs og vestan. Erindið var tekið upp á segulband, og
birtist það lítið eitt stytt í tímaritinu Sonnenberg, októberhefti 1966.
I’rófessor Hausmann gaf leyfi til að þýða erindið á íslenzku, en sendi
til uppbótar ritgerð um sama efni, prentaða eftir fullunnu handriti
hans. Sú ritgerð nefnist „Erfordernisse kúnftiger Schulbildung und
Möglichkeiten ihrer Verwirklichung" (Kröfur um skólamenntun
framtíðarinnar og möguleikar á framkvæmd jjeirra) og hefur hún
birst á tveim stöðum: Fyrst í „Universilátstage 1965“ — Wissenschaft
uncl Planung. (Vcrlag Walter de Gruyter &: Co., Berlin 1965) og siðan
í Die Deutsche Schule októberhefti 1966 (ásamt sérprentun). í þýð-
ingunni er nokkrum sinnum brugðið yfir í frumritgerðina, en
Sonnenberg-erindið, sem einnig birlist á ensku og frönsku, eins og
ævinlega er í tímaritinu, hentar að mörgu leyti betur fyrir íslenzka
lesendur, enda var erindið flutt fyrir áheyrendur frá ýmsum löndum.
A. S.
Við lifum á miklum umbrotatímum. Þjóðfélagið er nú
sífelldum breytingum undirorpið. Með það í lniga er ástæða
til að spyrja, hvort skólarnir, senr miðað hafa starf sitt við
óbreytt ástand, séu þess umkomnir að mennta og búa ungu
kynslóðina undir gjörólíkar aðstæður í framtíðinni. Er
því ekki úr vegi að hugleiða menntaáætlunarstefnuna, sem
miðar að því að fullnægja menntaþörf lramtíðarinnar.
Grundvullarsjónarmið menntaáœtlunarstefnu.
Hugtakið menntaáætlunarstefna (prospektive Pádagogik)
kom fyrst fram árið 1957 í Frakklandi. í tímaritinu „Edu-