Menntamál - 01.04.1967, Blaðsíða 33
MENNTAMÁL
27
unina, tæki sem hjálpaði hugsuninni áfram. Setningakerfi
lágstéttarbarna varð hemill á hugsun þeirra.
Hvernig verða svo ólík setningaskipuleg fyrirbæri rnilli
stétta til? Það er langt frá þvi að það sé fullskýrt. Þó virðast
nokkrar tilgátur fara nærri sanni. Hér má taka eitt dæmi
málvísindalegs eðlis, sem orðið hefur að liði í þessu sam-
bandi. Bernstein varð þess var, að í tali miðstéttarbarna var
miklu meira um svokallað setningahik (pásur) en í tali lág-
stéttarbarna. Lágstéttin var hraðmæltari, málfar hennar var
samfelldara, heilsteyptara. Þetta virtist í fyrstu stangast á
við áður nefndar niðurstöður, en svo er þó ekki í raun.
Miðstéttarbörnin töluðu hikandi, stönzuðu í miðjum klíð-
um, þau drógu andann, þar sem ekki var búizt við. Þau
luku oft ekki setningunni, setningarlok voru oft óviss, jafn-
vel málfræðilega röng. Meira að segja virtist nokkuð náið
samband milli málfræðilega rangrar setningaskipunar,
greindar, árangurs í skóla og uppruna í miðstétt. Eru ekki
einmitt börnin, senr eru hraðtalandi og veltalandi, hiklaus
í framsetningu, betri við nám? Við nánari rannsókn á þessu
fyrirbæri, sem Bernstein kallar hesitation phenoinena —
— hikfyrirbæri —, kom í ljós, að hikið skiptir kerfisbundnu
máli í framsögn (production) setningarinnar Irjá nriðstétt-
arbörnum. Hikið leyfir barninu leit að réttu orði og eink-
um leit að réttri sögn og réttum hætti og tíð sagnarinnar
(verbal planning) án þess að vita af. Samband setningar-
hiks og setningaskipunar er rannsakað þannig, að tíma-
lengd lriks er mæld á stoppúri og sagnstigið (verbal conr-
plexity) er sett í samband við lengd hiksins í setningunni.
Náið samband reyndist milli lengdar setningahiks og flók-
innar skipunar setningarinnar, setningarlengdar, orða-
fjölda og stöðu sagnarinnar í setningunni.
Hér lrlýtur maður nokkra innsýn í lrina leyndu skipan
mannlegs tals. Hver setning, senr við segjum, hefst á ákveðn-
unr tímapunkti og endar seinna í tímanum; sanrt viturn við
ekki, hvernig við ætlum að enda setninguna, þegar við