Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 12
Skírnir]
Þorvaldur Thoroddsen.
5
Btrandarsýslu og Strandasýslu, 1887 um ísafjarðarsýslu,
1888 um Þjórsárdal, Kjalveg, nokkurn hluta Húnavatns-
sýslu og hluta af Borgarfjarðarsýslu. 1889 fór hann til
Veiðivatna, Þórisvatns og Tungnárhotna, 1890 um Snæ-
fellsnes, Dalasýslu og Mýrar. 1891 fór hann um Mos-
fellsheiði og Uxahryggi tii Borgarfjarðar, 1893 um Vestur-
Skaftafellssýslu og 1894 um Austur-Skaftafellssýslu, af-
rjett við Snæfell og flrðina milli Hjeraðsflóa og Seyðis-
fjarðar. 1895 fór hann um Melrakkasljettu, Langanes og
Langanesstrendur, 1896 um Norðurland milli Skjálfanda
og Húnaflóa. 1897 fór hann fyrst um Suðurlandsundir-
lendið og svo um Húnavatnssýslu, og 1898 rannsakaði
hann Hallmundarhraun, Arnarvatnsheiði, Tvidægru o. s.
frv. Á árunum 1882-1884, 1886—1890, 1893-1898 hafa
landferðir hans alls staðið yfir 870 daga og á þeim árum
heflr hann sofið í tjaldi 188 nætur (sjá Ferðabók 17. bls ).
Það má nærri geta að árangurinn af þessum ferðum
heflr verið afarmikill. Þeir, sem fást við rannsóknir þar
sem eins hagar til og hjer, verða að hafa augun opin
fyrir öllu, því að alstaðar er þekkingin lítil, eða hún var
það að minsta kosti, þegar Þorvaldur byrjaði. Þorvaldi
var þetta 1 jóst, og þótt jarðfræðisrannsóknir væru aðal-
atriðið, þá á þó grasafræðin honum marga liðsemd að
launa og svipað má segja um dýrafræðina. Þess var
áður getið, að meginhluti hálendisins hafl verið litt kunn-
ur kringum 1880. Engar landlýsingar voru til af þeim
svæðum, og á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar var há-
lendið að mestu leyti sett eftir sögusögn manna. Enginn
Bkilji þó orð mín svo, að jeg geri litið úr uppdrætti Björns.
Uppdráttur hans var blátt áfram þrekvirki, og þess munu
fá dæmi, að jafngóður uppdráttur hafl gerður verið fyrir
jafnlítið fje. En sökum fjeleysis varð Björn að meta
tuest að mæla bygðirnar, og, þegar svo stóð, á var eðlilegt
og sjálfsagt að láta hálendið mæta afgangi. Víða hefir
Þorvaldur nú leiðrjett hálendisuppdráttinn, og auk þess í
fyrsta sinn skrifað nákværaar lýsingar af hálendinu. Það
yrði of langt mál hjer að telja það alt upp, og jeg læt