Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 94
86
Sjera Páll i Selirdal.
[Skirnir
ir forhertu galdraþijótar voru íklæddir, því að þeir voru
eins og galdrakindurnar göralu, sem allar eggjar slæfðu
og berja varð grjóti í hel, til þeBS að murka úr þeim lif-
tóruna, en síðar reyndist öruggast að brenna galdraþusaa
þessa á báli, því að það þótti eiga best við, þar sem þeir
hefðu fæðst til steikar djöflinum, eins og sjera Páll komst
að orði. Það var ekki hætt við öðru, en »að sá gamli*
mundi snerpa duglega á þeim eftir á í steikaraofninum hjá
sjer, í hinum eilífa eldi.
Til þess að geta áttað sig nokkurnveginn á ýmsu því,
er jeg hef hjer tínt til um æfi þessa merka, mikilhæfa og
einkennilega manns, er nauðsynlegt að draga saman í
eitt aðalþræðina i lifssögu hans, svo að stutt yfirlit fáist
um starfsemi hans og framkomu, sem jafnframt verður að
skoðast sem skýringartilraun mín á henni, en vel má vera,
að aðrir komist þar að rjettari og heppilegri niðurstöðu.
Jeg verð að eins að líta á þetta, eins og það kemur mjer
fyrir sjónir, eftir allítarlega athugun. — Sjera Páll,
sem kominn er af göfugu kyni í báðar ættir og gædd-
ur ágætum námshæfileikum frá náttúrunnar hendi, fær
þá mentun i æsku, sem framast var unt að veita, þykir
þegar afbragð annara pilta í skóla, þarf ekki að neita
sjer um neitt, því að efni eru nóg, siglir til háskólans,
stundar þar nám af miklu kappi 3 ár, og þykir þá skara
fram úr öðrum löndum sínum, æfir sig i lærðum kapp-
ræðum, verður baccalaureus philosophiæ og fær besta
vitnisburð hinna lærðustu háskólakennara, hverfur svo
heim til Islands með »stórar og víðfleygar vonir í barm-
inum« um frægð og frama, og enginn efi á, að hann hefir
þá litið allmjög á sig, sem ungum, gáfuðum mönnum er
títt, finst hjer lítil framavon og er að hugsa um að hverfa
aftur til Danmerkur, en þá gerist það í snöggri svipan,
að hann ræðst til prestskapar hjá lasburða presti á all-
góðu en afskektu útkjálkabrauði, vígist til prests, kemst
i mægðir við Brynjólf biskup frænda sinn og tekur von