Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 86
78
Sjera Péll 1 Selárdal.
[Skirnir
Sjera Páll lifði aðeins rúm tvö ár eftir lát konu sinn-
ar. Hann andaðist í Selárdal 1706, laugardaginn fyratan
í vetri, sem þá bar upp á 23. október, og hefir dánar-
dagur hans lengi ókunnur verið* 1. Hefir sjera Páll þá
verið hálfníræður að aldri. Páll Vidalin systrungur hans,
er líklega hefir kynst honum persónulega, segir, að hann
hafi verið nafnkunnur að gestrisni, höfðingsskap, ljúflyndi
og kjarki, verið alþektur erlendis (í Danmörku og Eng-
landi) af brjefaviðskiftum við lærða menn, og skarað
fram úr öllum löndum sínum í lærdómi og ræðusnild Sjera
Jón Halldórsson hinn lærði í Hítardal segir um sjera Pál,
að hann hafi á þeim dögum verið lærðasti maður hjer á
landi, einkum í grísku og hebresku, einnig »veltalandi,
glaðsinnaður, örlátur og góðgerðasamur«2 3). Jón Þorkelsson
Skálholtsrektor segir, að hann hafi verið víða frægur fyr-
ir miklar manndygðir (magnis virtutibus celebris)8. Sjera
Hjalti Þorsteinsson i Vatnsfirði (f 1754), er var nákunnugur
sjera Páli og mikill vinur hans, kemst svo að orði um
hann: »Daufan og dygðasnauðan held eg þann mann
af literatis, sem ekki vill eða ekki kann láta sig movera
þær mestu gáfur þess mesta guðsmanns, sem hjer hefir
verið, sem í öllu fyrir öllum ljúfar voru«. Hafði sjera
Hjalti gert sjer ferð á hendur til að hlusta á prjedikun
Einarsson hæstarjettardómari og systkin hans, dr. Olafur Daníelsson,
Grisli ísleifsson skrifstofustjóri og systur hans, Asmundur Guðmunds-
son skólastjóri á Eiðum og systkin hans, flalldór Jónsson umhoðs-
maöur í Vík og systir hans, Sigríður sýslumannsfrú i Kallaðarnesi, Ás-
geir Bjarnason í Knararnesi, sjera Ennólfur M. Jónsson á Stað i Aðal-
vík, Björn dhrm. í Grafarholti, Gisli Brynjólfsson læknir, Þorleifur Jóns-
son alþ.m. í Hólum, Jón Bergsson á Egilsstöðum, Bjarni Matthiasson
hringjari, og margir fleiri góðir menn ótaldir, flestir i 7. eða 8. lið
komnir. Eiríkur Magnússon i Cambridge var 7. maður frá sjera Páli.
1) Hin eina heimild um hann er í brjefi frá sjera Halldóri í Selár-
dal til Árna Magnússonar 9. jan. 1707 i A. M. 450 fol., en brjef þetta,
ásamt fleiri heimildnm um sjera Pál, fann eg I Höfn veturinn 1920. Jón
Grunnvíkingur getur og dánardagsins, auðsjáanlega eftir þessari heimild,
en þvi hefir ekki verið veitt eftirtekt.
2) Prestaæfir J. H. Lbs. 175 4to (frumrit).
3) Sbr. Paucula iBlandica: J. S. 93 4to, bls. 12.