Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 126
118
Landmörk íslenskrar orölistar.
[Skirnir
undrun, hve mikið þjóðerni vort og nátengdir við hina
fornu norrænu orðlist getur framleitt af sönnum skáld-
skap.
Á hinn bóginn hlýtur það einnig að vekja eftirtekt,
að jafnsnemma sem þessi mikilvæga framför verður hjer
á landi, sprettur einkennilegur gróður erlendis af íslensk-
um stofni og aflar mikils álits Islendingum, sem gripa til
þess úrræðis að rita á útlendu máli — af tveim ástæðum,
fyrst vegna þess, að dómgreind íslendinga veitir þeira
ekki slika viðurkenniugu, sem þeir geta vænst ytra, og í
öðru lagi vegna hins, að fámenni vort getur yfirleitt aldrei
goldið nema smá laun rithöfundum sínum og skáldum.
Sá, sem vafalaust hefir borið mest á í þessum flokki, er
Gunnar Gunnarsson, og vel jeg hann því hjer til saraan-
burðar við íslenska skáldið frá Sandi.
Það er mikið að vöxtum, sem liggur eftir báða þessa
höfunda, en hjer á ekki að fara út í neinar gagngerðar
skýringar á samsetningu, stíl nje öðru skáldlegu gildi rita
eða ljóða eftir þá — heldur einungis mjög stuttlega að
gera grein fyrir þvi, hverjum einkennum hörundanna
verk þeirra lýsa yfirleitt, og legg eg það til grundvallar,
að órœk merhi finnast ávalt meðal allra þeirra, er skáld-
rit semja. Það eru til hendingar og línur, sem aldrei
geta komið frá neinum öðrum en þeim, sem eiga til bæfi-
leika, er ekkert skáld má vera án. Og eius finuast
jafn ótvíræð einkenni í hina áttina, i ritum þeirra, sem
hafa ráðist inn í musteri listarinnar, án þess að þeir hafi
átt þangað rjettmætt erindi. Jeg vil að eins minnast á
nokkur slík merki hjá hvorum af þessum höfundum, í
öllu þvi, sem liggur fyrir frá þeim, og jeg segi álit mitt
um þá, eins og það hefir myndast hjá mjer af því, sem
jeg hefi sjeð eftir þá, og vil þá jafnframt færa orðum
mínum stað með því að benda á örfá einstök atriði í
verkum þeirra.
Þegar litið er á megnið af þvi, setn G. G. hefir sam-
ið, verður ályktun lesandans sú, að hann »segir að eins
frá«. Samlíkingar finuast varla, nje neitt annað, sem