Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 130
122
Landmörk islenskrar orðlistar.
[Skírnir
St0v blev hver stærkmusklet Fod.
Skon paa hvert Skridt, som er dit.
Skon paa hvert Skridt, som er dit,
Aarenes Dagperlekæde
bærer du end om din Hals,
snart triller Perlerne bort«.
Jeg minnist þess ekki að hafa sjeð skýrara vottorð um
verðmæti hans sem skálds eða rithöfundar. Hjer er alt,
sem einkennir hann best, tómahljóð, hugsunarvillur, smekk-
leysur og uppgerð. Sjeu erindin brotin til mergjar, er
rembingurinn í þessum andlausa tómahljómi fyrst og
fremst eftirtektarverður. Gr G. gefur hjer heimspekileg
lífsheilræði, sem eiga að ná til allra dauðlegra manna, á
svo máttlausu máli, að rímorðin »Vej« og »dig« (hann
gefst upp við þessa tilraun til að rima í 2. og 3. erindi)
geta naumast rjettlætt það að nefna þetta ljóð. En veit-
um athygli vitnisburði þessa samsetnings um aðferð höf.
Hann hugsar ekki. Hann skrifar. Words without thoughts ;
— sá sem þetta sagði, hefir líklega munað eftir einhverju
samkyns — því að orðin »never to heaven go* benda til
álíka hreykingar, eins og íinst jafnaðarlega búa undir
hjá G. G. Lítum svo á efnið í þessum erindum. —
Þeim sem finst vegurinn þungur »eftir áranna eilífu braut,
hann á að muna, að vegurinn er skammur. Aðrir hafa
farið hann á undan þjer«. Þetta er í sannleika andrík
upplýsing. »Dupt varð hver sterkvöðvaður fótur. Hygðu
á hvert skref, sem er þitt«. Höf. sjálfum líkar svo vel
við siðustu hendingarnar, að hann verður að endurtaka
þær í upphafi næstu erinda. Svo klykkir hann út með
dagperlukeðjunni(!), sem menn bera um hálsinn. Það er
efasamt, hvort auðfundin er andagift i nokkurri ljóðagerð
á Norðurlöndum, sem jafnist að öllu samtöldu við þenna
hörpuslag G. G.
Jeg vil nefna hjer aðeins örfá af þeim dæmum um
ósmekkvísi, sem finnast jafnaðarlega þvert og endilangt