Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 117
Skirnir]
Utanfarir.
109
sessi, búinn allri þeirri þekkingu, sem til starfans þarfn-
ast. Takist oss það ekki eða slökum vjer í nokkru til um
það, sem telja verður nauðsynlegt, þá leiðir af því und-
anhald og hnignun, sem kemur oss í koll, fyr eða siðar.
Vjer megum engan veginn við þvi að »fljóta sofandi að
feigðarósic, láta alt drasla í von um, að það lagist ein-
hvern veginn.
Jeg hefi nú reynt að telja saman þau störf í þjóð-
fjelagi voru, sem eru þannig vaxin, að sækja verður und-
irbúninginn að nokkru eða öllu leyti til annara landa.
Mjerteljast stöðurnar vera 80—100, og miklu líklegra, að
þeim fjölgi en fækki, er timar liða. Rjett þykir mjer að
geta þess, að í þessum hóp hefi jeg talið embættismenn
í ýmsum ábyrgðarmiklum stöðum, sem að vísu geta afiað
sjer embættismentunar hjer heima, en þarfnast þó að lík-
indum alllangrar dvalar erlendis, til þess að geta talist
fullhæflr í stöðurnar. Hins vegar hefi jeg ekki talið hjer-
aðslækna, sem að lögum eiga að fara utan nokkurn tíma.
I þessum stöðum eru nú menn á ýmsum aldri, sumir
gamlir, komnir að fótum fram, en sumir yngri, vel vinnu-
færir enn um nokkurt skeið. Nokkuð mun nú þegar á
það bresta, að allir þessir menn hafi í upphafi, er þeir
tóku við stöðunum, haft til að bera nauðsynlega þekkingu
eða þroska, og það er ekki fyrirhyggju eða forsjálni að
þakka, þótt margir þeirra manna hafi síðar bætt svo við
sig, að við það megi una. Andvaraleysi í þessum efnum
er stórhættulegt, því að mörg af þessum störfum er mik-
ilvæg og varðar miklu, að þau sjeu vel rækt.
Þess er skamt að bíða, ef að likum lætur, að skarð
verði í þessum hóp hjer og þar, ýmsir falli i valinn,
sumir fyrir elli sakir, aðrir fyrir örlög fram. 0g hvernig
€r þá sjeð fyrir því, að skarðið verði fylt? Eigum vjer
varamenn á ýmsum sviðum, svo að komið geti maður
fyrir mann og ekkert saki? Það er nú víst öðru nær.
Mjer er nær að halda, þó að jeg hafi ekki getað komið
þvi við að rannsaka málið til hlítar, að ekki muni vera
til menn 1 4. eða 5. hluta staðanna. Svo óheppilega hefir