Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 162
Um Friðrik Vilhjálm I.
Prússakonung.
Eftir Árna Pálsson.
Þess verður oft vart, bæði í ræðu og riti, að hugmyndir
•flestra manna hjer á landi um einveldið, — um afrek þess og
þýðingu fyrir þjóðirnar í Evrópu, — eru mjög óljósar og
stundum fjarri öilum sanni. Þjóð vor varð fyrir því böli,
að hún kyntist einveldinu í þess verstu mynd Einveld-
ið, sem yfir ísland gekk, var útlent og óþjóðlegt, stund-
nm góðviljað, venjulega hirðulaust, en altaf fávíst, skamm-
sýnt og skilningslaust. Endurminningunni um einveldið
fylgja hjer á landi endurminningar um einokun, lögleysur
og síþverrandi mátt og megin þjóðarinnar. Því er eigi
kyn, þótt skoðanir Islendinga á einveldinu hafi orðið ein-
hliða og oft óskynsamlegar. Þar að auki eru menn hjer
á landi orðnir hálfruglaðir af hugsunarlausu glamri um
frelsi, mannúð, harðstjórn og önnur slík hugtök, sem
venjulega missa alla merkingu á , umferð sinni meðal
almennings og verða ekkert annað en innantóm orð. En
ef satt skal segja, reyndist einveldið Evrópuþjóðunum
liarður, en hollur skóli. Glundroði ljensaldanna varð að
víkja fyrir föstu skipulagi. Sundurlyndum, hálfsjálfstæð-
um landshlutum var steypt saman í eina heild, og þjóð-
ríki álfunnar mynduðust. Fastir herir komust á fót og
varð fyrsta afleiðingin sú mikla framför, að ránsflokkar
miðaldanna hurfu úr sögunni. Yfirstjettirnar, aðalsmeDn
■og klerkar, urðu að lægja seglin og mistu af öllum póli-
tískum völdum, þar sem einveldið sveik eigi sjálft sig á