Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 173
Skirnir]
Um Friðrik Yilhjálm I. Prússakonung.
165
var ærið gustmikið, spurningarnar nærgönglar og stafur-
inn jafnan á lofti, ef honum mislíkaði. En auga hafði
hann á hverjum fingri. Á göngum sinum um höfuðborg-
ina hafði hann m. a. veitt því eftirtekt, að sölukonurnar
á torginu voru allmargmálar og aðhöfðust ekkert
á milli þess að keypt var af þeim. Slíkt háttalag var
óþolandi, og fyrst lætur konungur benda kerlingum á, að
þeim mundi eins holt að hafa prjónana sina með sjer á
torgið. En þegar þær skipuðust ekki við þá bendingu,
kom það þrumuboð frá hæsta stað, að hver prjónalaus
kerling skyldi rekin af torginu með skömm og sneypu.
— Fr. V. var sanntrúaður maður og efaðist vist ekki
um eitt einasta orð, sem prestarnir sögðu. En því vildi
hann ekki una, að prestarnir eyddu tíma sjálfra sín og
annara með langmælgi á prjedikunarstólnum, og þess
vegna skipaði hann svo fyrir, að hver prestur, sem talaði
lengur en eina klukkustund, skyldi sekur um 2 dali. Að
öðru leyti var prestunum skipað, að minnast í hverri prje-
dikun á skyldur þegnsins við konunginn, sjerstaklega þó
þá skyldu, að borga skatta og gjöld í tæka tið.
En Fr. V. var ekki eingöngu kröfuharður um skyld-
ur og skatta, — hitt var honum eigi síður stöðugt um-
hugsunarefni, að efla svo gjaldþol þegnanna, að skatt-
arnir yrðu þeim ljettbærir. Stjórn hans á atvinnumálun-
um var merkileg, og var hann á því sviði giöggskygnari
flestum samtíðarmönnum sínum i mörgum greinum. Þá
var sú hagfræðisstefna ríkjandi, að eign hinna dýru
málma væri höfuðatriði allrar velmegunar. Fr. V. braut
að vísu alls ekki bág við þá stefnu, og studdi þvi kröft-
uglega ýmsar nýjungar í verslun og iðnaði, sem seinna
reyndust hin mestu happafyrirtæki. En að því leyti var
hann langt á undan sínum tíma, að hann skyldi til fulls,
hver styrkur ríkinu mundi að efnaðri og óháðri bænda-
stjett. Prússneskir bændur voru þá ánauðugir á viðlíka
hátt og danskir bændur um sömu mundir. En þegar í
upphafi ríkisstjórnar sinnar ljet konungur í ljós, að »það
væri mikið málefni, ef þegnarnir gætu notið frelsis í stað