Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 62
SkirnirJ
Sjera Páll i Selárdal.
55
foreldrum~sínum.) Þá er hann var 14 ára gamall missti
hann föður sinn 1635, en móðir hans giftist aftur tveimur
árum síðar (1637) sóknarpresti sínum, sjera Þorbirni Einars-
syni í Kvígindisdal, fátækum manni af litlum ættum, og
þótti það »óyndisgifting«, því að Helga þótti taka mjög
niður fyrir sig með því að giftast presti þessum, enda
var það hvorki að ráðum föður hennar nje frænda. Ekki
áttu þau sjera Þorbjörn barna. Varð Helga ekki gömul,
og andaðist í Kvígindisdal 25. desember 1645, 46 ára að
aldri. Er legsteinn úr rauðleitum sandsteini yfir leiði
hennar í Sauðlauksdalskirkjugarði.* 1 Að líkindum hefir
Páll farið i fíólaskóla skömmu síðar en faðir hans andað-
ist (1635), en alls ókunnugt er um, hver hafi búið hann
undir skóla. Lægi næst að ætla, að sjera Arngrímur
móðurfaðir hans hefði kent honum, en hann minnist hvergi
á Pál í brjefum sínum til Ola Worms, sem kunn eru, og
væri það undarlegt, ef hann hefði verið honum við hönd.
Mjer þykir því langsennilegast, að Páll hafi á námsárum
sínum verið á vegum) Eggerts bróður síns, er kvæntist
1633 og tók við Bæ á Rauðasandi að erfðum eftir föður
sinn 1635, en flutti síðar að Skarði. Var Eggert, eins og
kunnugt er, svili Þorláks biskups Skúlasonar, og verður
þá skiljanlegt, að hann sendir Pál bróður sinn í Hólaskóla,
hefir beðið biskup sjerstaklega fyrir hann. Þetta ætla jeg
sennilegustu skýringuna á skólagöngu Páls þar nyrðra.
I skólanum fjekk Páll brátt orðstír míkinn fyrir ágætar
gáfur og skarpleika, og fjekk Þorlákur biskup þá þegar
hinar mestu mætur á honum, enda hefir Páll verið að
kosti biskups á vetrum, meðan skólinn stóð, oghonum mjög
handgenginn, og víkur biskup að því síðar í brjefi á latínu til
hóls-Páli, föðarbróður Björns sýslumanns, sem ef til vill hefir í æsku
verið smásveinn hjá frænda sinum.
1) Dánarár Helgu er viða talið 1646, sem muu stafa af þvi, fað
það ártal stendar á legsteininum, en menn hafa ekki athugað, að þar
«r reiknað eftir þvi gamla timatali, að árið byrjaði með jóladeginum.
Var það altítt hjer fram 4 17. öld, en þetta er hið síðasta dæmi, er jeg
þekki, og er þvi hjer getið.