Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 63
56
Sjera Páll í Selárdal.
[Skirnir
Páls (1644) þar sem hann minnist hinnar inndælu viðkynn-
ingar hans, þá er hann hafi verið á Hólum og kveðst þá
hafa fengið mætur á honum ungum vegna skarpleika
hans og frábærrar stillingar, er þá þegar hafi berlega
komið í ljós. Um tvítugt hefir Páll útskrifast úr skólan-
um. Var þá skólameistari Sigfús Egilsson, síðar dóm-
kirkjuprestur á Hólum (f 1673) lærður maður og spaklát-
ur. 1641 sigldi Páll og var skráður i stúdentatölu við
háskólann 13. des. ásamt Finni Jónssyni, síðar kirkju-
presti i Skálholti og presti í Vallanesi (f 1648) og Bessa
Gruðmundssyni, er prestur varð í Landskrona á Skáni,
og andaðist þar í drepsóttinni 1654. Meðal hinna
íslensku stúdenta, er þá voru við háskólann, eru nafn-
kendastir: Gísli Magnússon [Vísi-Gísli] (f 1696) frændi Páls,
Runólfur Jónsson, siðar skólameistari (f 1654), Böðvar
Sturluson, síðar prestur á Valþjófsstað (f 1712) og Þorleif-
ur Jónsson, síðar prófastur í Odda (f 1690), og mágur Páls.
Haustið eftir (1642) koma til háskólans Torfi Jónsson, sið-
ar prófastur í Gaulverjabæ (f 1689) og Þorsteinn Illuga-
son, er síðar var prófastur á Völlum (f 1705), skólabróðir
Páls og hinn mesti vinur hans, en 1643 kom Stefán Olafs-
son, síðar prófastur að Vallanesi (f 1688), og voru þeir
Páll samtíða við háskólann einn vetur, en kyntust þó all-
vel, því að Stefán orti kvæði til Páls á latínu, líklega
1644a. Þau 3 ár, er Páll var við háskólann, virðist hann
hafa notað tímann vel, og var að vitni Ola Worms, einka-
kennara hans8), leikinn í opinberum orðaskylmingum eða
kappræðum, er þá tíðkuðust við háskólann meðal stúdent-
anna, oftast um heimspekileg eða söguleg efni, en stundum
úr öðrum vísindagreinum t. d. eðlisfræði, náttúrufræði o. fi.
1) „Suavissimœ tuæ apud nos conversationis memoria“ (J. S.
478 4to i Lbs.)
2) Kv»ði þetta er prentað i Kvæðum Stefáns Ólafssonar (útg.
dr. J. Þorkelss.) Kh. 1885—86 II, 372—373, ásamt vísu á íslensku
(s. st. bls. 64).
3) Sbr. brjef hans til sjera Arngrims á Melstað 20. júni 1644
(J. 8. 536 4to).