Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 150
142
íslenzkt tónlist&reðli.
[Skirnir
Islenzk tónsmíðaviðleitni.
Nú sjá menn, hve hörmulega hefir mistekist tón-
smíðaviðleitni íslendinga á 19. og 20. öldinni. Þeir hafa
hafnað íslenzku tónlistarefni og oft sínu eigin eðli, af því
að það gat illa samrýmst því litla, sem þeir höfðu lært
í tónfræði. I tónsmíðum þeirra má líklega finna einhver
einkenni íslenzks tónlistareðlis og er það máske rann-
sóknarvert, en þar væri þó varla um meir en listarefni
að ræða. Þjóðlögin urðu í höndum þessara manna oftast
að engu, enda var mergurinn úr þeim numinn til þess
að samríma þau þríhljómakerfi Evrópu frá síðustu öldum.
Er þetta eitt dæmi þess hve sorglega fer, ef ekki er trú-
að á það, sem íslenzkt er. Geta þeir vel sjeð, sem ekki
hafa misskilið ritgerð þessa, að hjer er eigi af illgirni
talað. Einmitt hjer er sýnt, að eiustakir söngfrömuðir
verða ekki sakaðir um, ef illa fer þar sem þekking er
skamt á veg komin.
Persónuleg reynsla.
Nauðsyn er á þvi, að eg taki það hjer aftur, sem eg
sagði í fyrrasumar, að þjóðlög vor væru »fá og mörg
ómerkileg*. Verð eg að leyfa mjer að skýra frá orsök-
um þessa og tala í fyrstu persónu, þó að það eigi illa
við í greinum sem þessari. I barnæsku varð eg fyrir
litlum tónlistaráhrifum utan að og lærði nær engin þjóð-
lög. Ræktarleysi almennings gagnvart lögunum og lje-
leg meðferð þeirra á prenti geta ekki haft örvandi áhrif.
Utlendingar ollu því fyrst, að eg fór að gefa íslenzk-
um þjóðlögum verulegan gaum. Bardaginn í fyrrasumar
fyrir isl. tónlistarframförum hvatti mig enn til þess sama,
enda var mjer þá margt ráðgáta í tónlistarfari íslend-
inga. Eg rannsakaði frá upphafi til enda bók B. Þ. og
aðrar ritgerðir um sama efni og sjest nú hjer nokkur
árangur þess. Væntanlega á eg þó eftir að kynnast lög-
unum betur. Vel má vera, að eg hefði orðið þeim frá-
hverfur, hefði eg heyrt þau í illri meðferð alþýðunnar,