Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 88
80
Sjera Páll i Selárdal.
[Skirnir
segja, að guðfræðingurinn, málfræðingurinn og jafnvel
heimspekingurinn geti allir ausið þar upp mikilli fræðslu
hver í sinni grein, þótt mest sje auðvitað að græða á rit-
um sjera Páls á trúmálasviðinu. Páll Vídalín segir um
ritverk nafna sins, að hann þori ekki að dæma neitt um
þau, með því að þau sjeu ofvaxin skilningi sinum, og á hann
þar eflaust við, að sig skorti þá þekkingu á austurlanda-
málum og guðfræðivísindum, sem til þess útheimtist. Jón
Þorkelsson Skálholtsrektor, harðlærður maður, hrósar einn-
ig sjera Páli mikið fyrir frábæran lærdóm, og hafi hann
verið manna málsnjallastur, og ræðuskörungur öllum
fremri að málsnild, að undanskildum Jóni biskupi Vídalín.
Tel jeg og vafalítið, að Jón biskup hafi í æsku orðið
fyrir áhrifum af sjera Páli frænda sínum1, og tekið sjer
hann til fyrirmyndar í ræðugerð og málsnild, því að Jón
var einmitt hjá sjera Páli í Selárdal, ásamt Arngrími
bróður sínum, einn eða tvo vetur, áður en hann sigldi til
háskólans 1687. Voru þeir bræður þar til að fullkomna
sig i grísku og hebresku hjá sjera Páli, því að hann kendi
þær tungur ýmsum stúdentum eftir skólavist þeirra og
var talinn frábærlega laginn og góður kennari. Jeg hygg
því, að óhætt megi telja, að sjera Páll eigi ekki avo lít-
inn þátt í ræðusnild og ræðufrægð Jóns biskups Vídalíns,
enda er ræðustíll þeirra frænda mjög svipaður, sama
málskrúðið og mælskugnóttin, sami kjarninn og kraftur-
inn í hugsun og orðfæri.
Af öllum hinum mörgu ritum sjera Páls er ekkert
prentað nema stutt lýsing á Islandi, sem er prentuð í
Lundúnum 1674 á ensku í 9. bindi ritsafns þess, er nefn-
ist >Philosophical Transactions*, og enskt vísindafjelag
gaf út. Hafði það sent fyrirspurnir til ýmsra erlendra
lærdómsmanna, þar á meðal til sjera Páls, og svaraði hann
þeim spurningum með brjefi á latínu, sem svo var snúið
á ensku. Þessi skýrsla þótti svo merk, að henni var
1) Þ«ir vora, eins og kannngt er, systkinasynir, þótt aldursmanur
þeirra v»ri mikill (45 ár).