Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 136
128
Landmörk islenskrar orðlistar.
[Skirnir
Hann er yfirleitt ljóshrifinn og myndar einatt ágætar
og fagrar likingar frá bjartri, íslenskri náttúru, eins og t. d.
í »Andvöku«:
»Hin Ijósklædda njóla við langelda hlær,
setn loga á himneskum viði,
og austan frá morgunbygð eldurinn nær
yfrum að kveldsólarhliði.
Á síðustu árum ber mest á ýmsum afbragðs erfiljóð-
um frá G. F. og má sjerstaklega nefna eftirmælin eftir
Björn Bjarnason frá Viðfirði, Matthías Jochumsson, Þór-
arinn frá Halldórsstöðum o. fl. G. F. hefir aldrei staðið
í stað og því má búast við að sjá hann á hærra stigi,
þar sem hann er kominn alla leið aftur til hins einfalda,
til þess, sem er orkt eða sagt blátt áfram, en ber þó í
sjer afl og flug, ekki síðra en það, sem svo víða kemur
fyrir í tilþrifum hans að undanförnu. G. F. hefir verið
að hlaða undir sjálfan sig og brotið björg til þess að finna
hreinan og dýran málm. Það er ekki ósennilegt, að hann
fari nú að hvetfa aftur frá þeirri leit og að hann taki nú
það, sem liggur honum nær — en með nýrri sjón.
Jeg hefi minst þessara tveggja höfunda að nokkru
hjer að framan, í því skyni að leitast við að sýna frarn
á, hve vítt getur verið væugjafang íslenskrar orðmentar,
upp í afdali vora og út í heimsborgirnar. En þeir eru
jafn gagnstæðir að hæfileikum, eins og verksvæði þeirra
eru fjarlæg hvort öðru. Annar lifir einungis af nafni Is-
lands, en hinn lifir fyrir landið og þjóðina. Og svo ólík
sem laun þeirra beggja hafa verið hingað til, jafnólík ætti
að verða sú viðurkenning, sem þeira verður gefin að lok-
um, þegar íslenskt rjettdæmi verour kveðið upp um verð-
mæti núlifandi rithöfunda. G. F. er skáld en Gunnar
Gunnarsson ekki. En munurinn á þessum tveimur höf-
undum nær ennþá dýpra og hefir athugaverðari merk-
ingu. Viðtökur þær, setn G. G. hefir fengið ytra, sýna
fyrst og fremst, hve bókmenntaheiður íslands er illa
geymdur og á hinn bóginn sýnir höfundskapur G. F.,