Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 38
Skirnir]
Sira Þórður i Hitardal og Melabók.
31'
ið hefir ógrynni slíkra hluta frá síra Þórði á Staðarstað.
Sú gáta er því öllu líklegri, að Melabók sú hin forna sje
til síra Þórðar komin þessa leið. Annað mál er það,
hvernig frumbókin að afskrift síra Þórðar í Hítardal af
Melabók er komin í hendur þeirra fyrri frænda hans í
fyrstu. Þó er það athugandi, að Þorsteinn böllóttur, sonur
Snorra á Melum Markússonar, var síðustu ár æfi sinnar
ábóti á Helgafelli (1345—1353), og ljest þar. Þorsteinn
var fræðimaður, svo sem skilja er af Sturlungu. í einsk-
is manns höndum annars en hans átti Landnámabók
Melamanna að vera um hans daga. Og hafi hann verið
niðjalaus maður, sem líklegt er, þá er varla ofdjarft að
geta þess til, að bók þessi hafi, að honum látnum, lent í
safni Helgafellsklausturs og fylgt klaustrinu siðan.
Þórður lögmaður var fæddur 1524; var hann ungur
settur til læringar að Helgafelli til Halldórs ábóta Tyrf-
ingssonar, og dvaldi með honum, sem nóglega sjest af
brjefságripi einu frá 1541 *. Við Þórð tók ábótinu svo
miklu ástfóstri, að hann reið sjálfur með honum tilkvon-
bæna að leita honum ríks ráðahags. Á þeirri tíð tóku
söfn klaustranna að tvístrast. Er því margt annað ólík-
legra en það, að Þórður hafi fengið bók þessa hjá ábóta
úr safni klaustursins. Svipaða leið ætti og að vera kom-
in Reykjarfjarðarbók Sturlungu, þvi að það er enganveg-
inn svo skýlaust, að Sturlunga komi Þorsteini ábóta ekki
við*, þó að útgáfa Fornfræðafjelagsins vilji skjóta þvi fyr-
ir skut* 2 3. Gísli Jónsson í Reykjarfirði, Magnússonar, eig-
andi þessarar bókar á siðara hluta 17. aldar, var sonur
Ástríðar, Gísladóttur lögmanns, Þórðarsonar lögmanns.
Slík bók var kjörin erfðagersemi hjá ríku fólki. Mætti
Bjálfsagt gera margt ljósara en er um ýms fornrit vor og
leiðir þeirra, ef menn legði sig að því með nægri athygli
og þekkingu.
Þegar jeg var að eiga við Ártíðaskrárnar fyrir nær
” 1) Dipl. Isl. XI, Nr. 116.
2) Sbr. formálBorð Benedikts alþingismanns Sveinssonar framam
við 1Y. bindi Rvíkur útgáfu Sturlungn, bls. XVII.
3) I, 154.