Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 51
44
Afstæðiskenningin.
[Skírnir
geislarnir frá blossunum í ásendunum hálfa tímaeiningu
að berast til þin frá hjólaásunum*. En jeg segi:
»Nei, vagninn er lengri en einn kílometer, þessvegna
eru blossarnir meira en hálfa tímaeiningu að berast til
mín«.
Af þessu leiðir að frá mínu sjónarmiði gengur hans
klukka of hægt. En þetta er alveg eins á hinn bóginn.
Frá hans sjónarmiði gengur mín klukka of hægt, því að
hann er á hreyfingu gagnvart mjer, eigi síður en jeg
gagnvart honum. Þ. e.:
Öll tímamœling er afstœð, komin undir hreyfingar-
ástandi þeirra sem mæla, hvors gagnvart öðrum. —
Þá er nú að skýra niðurstöðuna af tilraun Michel-
sons. Hugsum oss ljósgeislana senda frá A til speglanna
B og C (3. mynd), og að þeir væru festir við staðinn A
með jafnlöngum stöngum — þ. e. stöngum, sem þeim,
sem tilraunina gerir, mælast jafn langar. Væri nú ljós-
vakastraumurinn í áttina, sem örin sýnir, höfðum við
reiknað út, að Ijósið ætti að vera lengur á leiðinni A B A,
heldur en á leiðínni A C A, en tilraunin sýndi, að það
var jafnlengi. Þetta er nú ekki lengur neitt óskiljanlegt,.
því að stöngin A B er hreyfð í lengdaráttina gagnvart
Ijósvakanum og mælist því styttri gagnvart honum, held-
ur en stöngin A C, sem hreyfist þvert á ljósvakastraum-
inn, þó að báðar mælist okkur, sem fylgjum jörðinni
gegnum ljósvakanna, jafnlangar. Nú má reikna út, hve
miklu þetta þarf að muna, til þess að ljósgeislarnir komi
jafnsnemma aftur frá B og C. Sá reikningur sýnir, að ef
jeg hefi mælt lengd stangarinnar A B, og fundið að hún
sje 1 cm. á lengd, þá er hún gagnvart ljósvakanum —
eða gagnvart öðrum athuganda, sem er kyr í ljósvakan-
um — »*/o« cm, þar sem v táknar hraða jarðarinn-
ar gagnvart ljósvakanum, en c hraða Ijóssins. En gagn-
vart honum er okkar timaeining að sama skapi lengri
en hans, sem lengdareiningin er styttri —.
ÞeBsi mismunur á lengdarmælingu og timamælingu
er mjög litill, þegar ræða er um hraða, sem vjer þekkj-