Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 87
Skirnir]
Sjera Páll í Selárdal.
79
hans, og segir, að það væri að ausa upp úthaflð að skýra
frá efni þeirrar ræðu. En ytra útliti sjera Páls lýsir sjera
Hjalti svo, að hann hafi verið »nálega með stærstu mönn-
um að bæð og með línum í andlitinu heldur stórskornum,
augun smá en skarpleg, en mikið ástúðleg i áminn-
ingum og huggunum*; hafi hann mist hárið ungur í Kaup-
mannahöfn, haft aðeins litla lokka hjá eyrunum og notað
því ávalt djúpa húfu úr flaueli fyrir höfuðfat1. Mynd þá
af sjera Páli, er fylgir ritgerð þessari, hefir sjera Hjalti gert
af honum gömlum, og sendi hana Jóni Þorkelssyni (Thorkil-
lius) til Hafnar, en siðar komst hún aftur til íslands, og
1875 gaf sjera Matthías Jochumsson hana landsbókasafn-
inu. Er hún nú framan við afskrift af prjedikunum
Páls í Lbs. 414 4to, og er áður prentuð í 6. árg. Oðins
1910, bls. 722.
Um ritverk sjera Páls, sem kallast mega geysimikil,
mætti rita langt mál, en því verður hjer að sleppa að
mestu, enda algerlega nóg efni í sjerstaka, víðtæka rann-
sókn, er ungir menn ættu að spreyta sig á, því að rit
Bjera Páls eru sjerstaklega merk, ekki aðeins fyrir guð-
fræði 17. aldarinnar hjer á landi, heldur einnig fyrir sögu
íslenskrar tungu á þeim tímum. Má með fullum sanni
1) Str. œfis. Jóns Þorkelssonar Skálholtsrektors, Rvik 1910 II,
137—139.
2) Þar er myndin smækknð til mnna, en hjer er hún prentnð i
fnllri stærð. Á hlaðræmu, sem limd hefir verið neðan nndir frummyndina,
stendur með nýlegri hendi (frá síðari hlnta 18. aldar): »Paul Biornson
Præst til Selardal og Provst i Bardestrands Syssel paa Island. Levede
i 86 Aar. Forestod Geistlige Emheder i 61 Aar og döde 1706. Saaledes
levende afskildret ved Hialte Thorsteinsson Præst«. E. S. Þetta er vafa-
lanst afskrift af hinni upphaflegu áletrun sjera Hjalta, sem farin hefir
verið að trosna og þess vegna endurnýjnð. Nafndráttur sjera Páls und-
ir prentuðu myndinni, er eftir eiginhandarundirskrift hans i Selárdals-
visitaziu Jóns hiskups Vídalins 4. sept. 1700 (Visit.h. Jóns hisk. 1699—
1705 hl. 71 h i Þj.skj.s.). Sjera Páll ritar fremur smáa, en snotra og skýra
hond.