Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 167
Skirnir]
Um Friðrik Vifhjálm I. Prússakonung.
159>
þótti engum dælt að ganga í berhögg við hann. Hann
var ekki árennilegur.
Eftir 8ömu meginreglum byltir hann við allri lands-
stjórninni í smáu og stóru. Aðalatriðið er, að embættis-
verkin sjeu skjótt og skilvíslega af hendi leyst, vinnu-
brögðin góð og heilbrigð, og að ekki einn eyrir fari í
óþarfa kostnað. Smámsaman umskapar hann alla em-
bættissjórn ríkisins frá grundvelli, og var það verk svo
vandlega unnið, að það stendur óhaggað enn þann dag í
dag í mörgum meginatriðum. »Lagasetning Steins og
Scharnhorsts og umbótastarfsemi vorra tíma hafa ekki
afmáð verk þessa harðgeðja manns, heldur fullkomnað
það< (Treitschke).
Fr. V. sá þegar í upphafi, að samvinnan milli hinna
æðstu stjórnardeilda var í engu lagi, og að margt fór í
ólestri sakir ósamræmis og ósamkomulags. Honum farast
sjálfum svo orð um samvinnuna milli hermáladeildarinn-
ar og fjármáladeildarinnar: »Hvorug deildin kemur neinu
öðru í verk, en að þrætast og þjarka sín á milli.........
Slíkur glundroði er óþolandi; nú heldur hermáladeildin
lögfræðinga og málafiutningsmenn fyrir mína peninga til
þess að berjast við fjármáladeildina, — eða með öðrum
orðum til þess að berjast við sjálfa sig. Hins vegar held-
ur fjármáladeildin málaflutnigsmenn fyrir mína peninga
til þess að verja sig«. Lengi hafði konungur og ráðu-
nautar hans velt fyrir sjer, hvernig fram úr þessu skyldi
ráða, en konungur ekki orðið ánægður með niðurstöðuna.
Loks fór hann út á einn af búgörðum sínum, og þar
skrifar hann með nálega ólesandi rithönd og á hræði-
legri þýsku langa og skilmerkilega reglugerð um alla
umboðsstjórn Prússlands. Þar með var lagður sá grund-
völlur, sem síðan hefir verið bygt á. Þar er alt hugsað
út í ytstu æsar, verkaskiftingin, eftirlitið, embættisábyrgðin,
vítin og vinnulaunin o. s. frv. o. s. frv.
Hin æðsta stjórn allra mála var falin einni stjórnar-
deild, General-Direkoratinu. í því áttu sæti 5 æðri em-
bættismenn (ministrar) og 12 óæðri (geheimekonference--