Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 96
88
Sjera Páll i Selárdal.
[Skirnir
að Þorleifur Kortsson tekur að hamast, sjera Jón þuml-
ungur veikist og Kirkjubólsfeðgar eru brendir. Þá fer
sjera Páll, þó hægt og hægt í fyrstu, að sogaat inn i þessa
iðu, eftir bænagerðina fyrir sjera Jóni, og heimsóknina til
hans, og úr því gerast mörg iskvggileg tíðindi með ári
hverju, svo að klerkar eru jafnvel af dögum ráðnir
af fordæðum þessum. En sjera Páll heldur sjer þó að
mestu lausum við það fargan, þangað til ógæfan loks
skellur yflr hann sjálfan og heimili hans með skyndileg-
um og undariegum veikindum konu hans, sem almenn-
ingur og sjúklingurinn sjálfur fyrst og fremst eignar engu
öðru en göldrum. Og sjera Páll verður sem örvita af ofstækis-
æði og gengur berserksgang gegn illþýðinu, einkum eftir
að ósköpin keyra svo úr hófl, að hann og fólk hans flýja
staðinn í dauðans hræðslu og ofboði. Hinn mikli lær-
dómur gerir sjera Pál æran, verður honum að fótakefli,
eflaust ekki síst vegna hinnar fágætu þekkingar hans í
austurlandafræðum, austurlenskri töfralist (magi), er hann
hefir lagt svo mikla stund á i einverunni þar vestra og
finnur í þeirri kynjaspeki, eða þykist flnna, næga sönnun
fyrir raunveruleik galdranna, hinna yfirnáttúrlegu krafta
og dularfullra fyrirbrigða, sem hin austurlenska töfrafræði
og dulfræði (»magi« og »mystik«) er svo auðug af. Rit
hans »Vísdómskverið« og »Character bestiæ«, er hann
samdi einmitt á hámarkstíma galdraofsóknanna, sýna ljós-
ast, hversu hugsunarháttur hans var þá gagnsýrður af
austurlenskri dulfræði, og fáránlegum, heimspekilegum
kreddum og hindurvitnum svo að heita má, að hvergi sje
vegljóst í öllu því myrkviðri, en aðalþráðurinn í ritinu,
»Character bestiæ« á að sýna, hvernig kyngikraftur foni-
eskjunnar eflist og magnast frá elstu tímum gegnum ald-
irnar, alt austan frá vöggu mannkynsins í Asíu vestur til
Suður- og Mið-Evrópu og þaðau til Norðurlanda og ystu
útkjálka íslands, alt norður í Arnarfjarðardali. — Gand-
útnorðurhorni landsins, en alls ekki á Suður- eða A.usturlandi, og hefir
þvi ekki veriö veitt nægileg eftirtekt áður.