Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 84
76
Sjera Páll i Selárdal.
[Skirnir
sá, er hafi alið aldur sinn í þögn og dáðleysi, eins og skyn-
laus skepna eða grasbítur, geti ekki hafa lifað sönnu lifi, eða
lifi, sem líf geti kallast og vert sje að lifa. Það er djúp-
ur undirstraumur sárra vonbrigða í þessum ummælum,
vonbrigða yfir því að hafa eytt allri æfi sinni á útkjálka
vestur í Arnarfjarðardölum í deyfð og fásinni, eins og fal-
inn fyrir umheiminum og aleinn með hugsanir sínar,
greftrandi þar smátt og smátt allar æskuvonir sínar um
frægð og frama, og því hefir honum fundist, að hann hafi
ávalt lifað þar í þagnarheimi, þrátt fyrir styr þann og
hávaða, sem um nafn hans stóð um eitt skeið æfinnar,
er honum mun naumast hafa verið ljúft að minnast á
elliárum. Svo minnist hann siðar í brjefinu á Þorstein
Illhugason, tengdaföður sjera Hjalta, segir að þeir hafi
lengi verið samtíða í skóla og í Kaupmannahöfn, en
heiðurs- og elskuminning hans lifi og deyi með sjer, segir,
að hann hafi verið dimidium cordis sui (helmingur hjarta
hans, þ. e. hjartansvinur) og biður drottinn að »blessa ber-
in á hans lyngi og kvistu þá, er vaxa af hans rót«, kveðst
ekki vita, hvort hann sje enn lífs eða liðinn, þótt hann
spyrji oft um það1. Það rennur út í fyrir gatnla mann-
inum, þá er hann minnist á þennan æskuvin sinn, sem
þá er reyndar enn lífs, en kominn svo út úr heiminum,
að sjera Páll getur enga vitneskju um hann fengið.
Þetta er gamla sagan um æskuvinina, er lífið skilur
til fulls á ungum aldri, svo að þeir hittast ekki framar,
en endurminningarnar geymast til æfiloka. Það er dapur-
legur tónn yfir öllu þessu brjefi sjera Pála til sjera Hjalta,
en mjer þykir vænna um það en öll önnur brjef hans,
því að það lýsir honum frá þeirri hlið, sem lítt kemur
annarsstaðar fram, og varpar einhvernveginn svo rauna-
legu ijósi á æfiferil þessa einkennilega og mikilhæfa manns,
sem ekki nýttist að hæfileikum sinum á þanu hátt, sem
hann óskaði, eða hefir gert sjer vonir um.
1) Sjera Þorsteinn lllhngason á Völlum i Svarfaðardal dó 1705,
88 ára gamall, ári áður en sjera Páll.