Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 123
Skirnir]
Utanfarir.
116
greitt. Jeg tek sem dæmi kostnaðinn, eins og jeg hygg
að hann gæti orðið mestur. Maður fær lán, 1000 kr. á
ári í 6 ár — eða allan námstímann. Hann byrjar að
endurgreiða lánið 3 árum eftir embættispróf og endur-
greiðir það á 12 árum með jöfnum afborgunum. Ríkis-
sjóður greiðir þá vexti af þessu láni eða broti af því í
full tuttugu ár, og til þess að gera ráð fyrir óhagstæðri
greiðslu og erfiðum fjárhag rikissjóðs, gerum vjer honum
að greiða árlega 6% af upphæðinni, eins og hún er það
árið. Með þessu móti mundi ríkissjóður greiða rúmlega
4000 kr. alls, eða sem næst því jafn mikið eins og fara
mundi til að styrkja manninn í 4 ár eða 2/3 námstímans
með því fyrirkomulagi, sem haldist hefir hingað til. öll-
um þorra námsmanna mundi koma það miklu betur, að
hafa styrk öll námsárin, en að standa uppi í vandræðum
síðustu árin, eins og nú er, og munurinn á að greiða 6000
kr., vaxtalaust og á löngum tíma, og dýrt 2000 kr. lán, sem
námsmönnum reynist oft erfitt að fá, mundi ekki verða
8vo ýkja mikill, að neinum þyrfti að vaxa hann í aug-
um, sjerstaklega þar sera lánþiggjandi nyti þess hagræð-
is, að byrja ekki endurgreiðslu fyr en hann hefði fengið
sæmilega stöðu.
Jeg gat þess áðan, að jeg veldi dæmið þannig, að
greiðslukvöð ríkissjóðs gæti varla orðið óhagstæðari.
Þykir mjer ekki sennilegt, að það verði vefengt, þvi að
námstiminn yrði þráfaldlega skemmri, og vafalaust mundi
ríkis8jóður geta komið lánunum betur fyrir. Þótt svo
færi, að ríkissjóður gæti aldrei veitt neitt lán af eigin
efnum, sem þó er harla ólíklegt, væri honum t. d. innan
handar, með litils háttar reglugerðarbreytingu, að nota til
lánanna lífeyrissjóð embættismanna, í stað þess að kaupa
fyrir fje hans verðbrjef, eins og nú er fyrirskipað. Þá
mundi rikissjóður ekki þurfa að greiða hærri vexti en
lífeyrissjóðurinn fær nú fyrir verðbrjef sín, en þeir vextir
yrðu að sjálfsögðu uudir bankavöxtum. Og ekki fæ jeg
ejeð, að lífeyrissjóðnum þyrfti að stafa nein hætta af þessu,
þvi að auðvitað ábyrgist ríkissjóður lánin og endurgreiðir
8*