Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 177
Skirnir]
Um l'riðrik Yilhjálm I. Prúsaakonung.
169
varð náð, — hinn prússneski heragi hefir síðan verið
hafður að orðtæki.
Þess þarf ekki að geta, að eigi var miður sjeð fyrir
öllum útbúnaði hersins. Vopanbúrin voru full af öllu,
sem á þurfti að halda, og þar að auki voru vel birg
kornforðabúr víðsvegar um landið. Hermálum landsins
var stjórnað eins og menn byggjust við ægilegum ófriði
á hverjum degi.
En þó var ekkert fjarlægara Fr. V. en að komast
í illdeilur við önnur ríki. Hinn mikli herkonungur var
ekki herskár. Bóndalund hans var varkárari en svo,
að hann þyrði nokkru sinni að tefla á tvær hættur.
Og þar að auki náðu stjórnmálahæfileikar hans ekki út
fyrir landamærin. I innanlands pólitíkinni gekk hann
beint af augum, hiklaus og áttaviss En í utanrikispóli-
tikinni var sem hann misti sjálfs sín, þar var hann tal-
hlýðinn, kvalráður og seinfær. Hann var því oft grálega
leikinn af stjórnmálamönnunum, þótt hann sjálfur væri
hreinskiftinn og friðsamur við alla sína nágranna Sjer-
staklega notaði stjórnin í Vín sjer hollustu hans við keis-
aradóminn og Þýskaland og hafði hann hvað eftir annað
að ginningarfífli. Hann fann sárt til þess sjálfur, og
spáði á síðustu dögum sínum, að sonur sinn mundi hefna
sín. Honum fór í utanlandsmálunum eins og mörgum góð-
um búhöld, sem er gildur á garði sínum, en verður leik-
soppur í höndum sjer minni manna á þingum og þjóð-
samkomum.
Að einu leyti höfðu þó nágrannar Fr. V. fulla ástæðu
til að kvarta undan nágrenninu. Hann hafði þá merki-
legú tilhneigingu að safna saman hávöxnustu mönnum
álfunnar í lífvörð sinn. Þetta varð að eins konar sjúk-
dómi, að óstjórnlegri ástríðu, sem hann varð að friða,
hvað sem það kostaði. Þó að hann væri allra manna fje-
fastastur, sást hann ekki fyrir um nein útlát, ef risa-
vaxiun maður var á boðstólum Og ef öll önnur úrræði
brugðust, ljet hann ræna mönnum, og komst oft í kland-
ur fyrir það við önnur ríki. Raunar var það ekki eins-