Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 209
Sbirnir
Skýrslnr og reikningar.
IX
hann muni nú vera elzta tímarit á Norðurlöndum. Jeg þarf ekki
að dyljast þess, að jeg álít, að stefna Bókmentafjelagsins eigi að
vera vísindaleg og að fjelagið eigi og megi aldrei gefa út neina
bók, sem ekki hafi að einhverju leyti varanlegt gildi. Þessi stefna
getur og verið jafnframt alþýðleg, því að vjer stöndum að því leyti
betur að vígi en nokkur önnur þjóð í heiminum, að vísindalegar
bœkur hjá oss, og textar á máli fyrri alda manua, sjerstaklega er
snerta bókmentir vorar og sögu, sjeu jafnframt alþýðubækur.
Menn hlusta hjer enn á málróm þeirra göralu. Liggur þetta alt í
málinu; mál vort er svo óbreytt og sjálfu sjer samt, að hver óbrotinn
alþýðumaður getur enn lesið rit Snorra. öldungis eins og stafrófskver
eða bænakver, sem gefið var út í gær. Jeg hefi heldur enga trú á
því, að það þurfi að þynna svo mjög út andlegu fæðuna fyrir
alþýðu, til þess að hún skilji. Jeg hugsa, að alþýðumenn vorir
kunni enn og nenni enn bæði að hugsa og skilja og þyki ekki síð-
ur gaman að því, sem þeir þurfa ofurlítið að hugsa um, og graf-
ast eftir, heldur en hinu, sem troðið er upp á þá með útþyntri
langmælgi og tuggið í þá eins og börn. Þeir einir lesa bækur til
gagns, sem nenna að hugsa. Útgáfa kvæðasafns þessa á ekki
heldur að verða með neinni þeirri forneskju, nie málfræða eða hljóð-
fræða nýsmíði, i stafsetningarhætti, að ekki megi kvæðin fyrir þá
Bkuld vera við almenningshæfi. Mun aðaláherzlan lögð á það að reyna
að koma út nokkurn veginn hispursiausum og heiibrigðum texta af
þeim, en ekki hitt að hlaða garð með ritshætti milli máls vors á
fyrri öldum og máls þess, er vjer tölum nú. Þyki vísindunum
þörf þeirrar hleðslu, má trúa málfræðingunum fyrir henni.
Jeg ætla, að Bókmentafjelagið þurfi nú lítið að skifta sjer af
svo nefndum alþýðufræðiritum eða þýðingum útlendra rita almenns
efnis; siíkum ritum tel jeg nú vel borgið hjá Þjóðvinafjelaginu,
sem nú er undir duglegri stjórn. Auk þess vita menn, að
landið er nú fult af ýmsum alþýðlegum fjelagsskap, bæði
alþýðukennarafjelagsskap, ungmennafjelagsskap o. fl. með þar til
heyrandi blöðum og tímaritum, og auk þess alþýðufræðslu og kenBlu
um alt land, að ógleymdum góðum tfmaritum almenns efnis, svo
sem Eimreiðinni og Iðunni. Þó sýnist mjer rjett, að fjelagið gefi
jafnan út eitt rit almenns fræðandi efnis, og það rit er þá auðvitað
Skírnir, og get jeg vel sagt fjelagsmönnum, hvað hefir orðið sam-
komulag milli mín og núverandi ritstjóra Skírnis um efni þes»
rits. Það er í fám orðum þetta: Nýtt og gamalt, innlent og út-
lent, skemtandi, fróðlegt og gagnlegt.