Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 92
84
Sjera Páll í Selárdal.
[Skirnir
legum skýringum um merkingu torskildra og fágætra
orða1 2 3 *.
Auk þessara rita, sem nú hafa verið talin, samdi sjera
Páll ýmsar smærri ritgerðii', sem eru hingað og þangað i
handritasöfnum. Talið er, að hann hafi ritað hebreskt
almanak og rimreglur*; einnig samdi hann ritgerð um
lengd sólarársins, sem nú er i safni A M.8 Sjera Páll
var mjög vel að sjer í austurlandamálum, einkum he-
bresku, en lagði einnig stund á arabisku, kaldeisku og
sýrlensku; stóð enginn hjerlendur manna honum á sporði
i hebresku- eða grískukunnáttu. I grísku var hann t. d.
svo vel fær, sem margir ljeku ekki eftir, að hann orti
kvæði á þvi máli, og sendi það Gísla biskupi Þorlákssyni
á Hólum um 1665, og þóttist biskup ætla að prenta það
i postillu sinni, er prentuð var á næstu árum, en úr því
hefir ekki orðið. Sjera Páll orti einnig á latínu, en gerði
litið að því, og við skáldskap á íslensku, t. d. sálmaskáld*
skap, fjekst hann alls ekki, frumorti ekki eitt einasta
sálmvers, svo að menn viti, þótt vafalaust sje, að jafn
andríkur kennimaður hefði getað ort sálma miklu betur
en allur fjöldi kennimanna og leikmanna, er þóttust sálma-
skáld á þeirri tíð, þótt mestur hluti þess kveðskapar væri
gersamlega andlaust rugl, að sálmum höfuðskáldanna vitan-
lega undanskildum. En sjera Páll hefir verið svo mikill
smekkmaður, að beita ekki gáfum sínum á því svæði,
þar sem hann vissi, að hann yrði ekki talinn meðal hinna
fremstu. Hið eina, sem mjer er kunnugt af kveðskap
sjera Páls á íslensku, er þýðing hans á latneska versinu:
1) Þe«8ar þýftingar ern i Lbs. 1 og 2 fol., þar á meðal Esajai og
Jobsbók með eigin hendi ejera Páls (i 1 fol.). Davíðssálmar einnig í
Lbs. 2 4to og A. M. 694 4to. Þess skal getið, að tilvitnanir um hand-
rit sjera Páls, er hjer hafa verið talin, eru hvergi nærri fullnægjandi eða
tamandi. — Sjera Ásgeir Bjarnason i Dýrafjarðarþingum (fl772), ágæt-
ur ritari, safnaði öllu, sem hann náði i af prjedikunum sjera Páls, og
afritaöi þær snildarlega. Eru þessar afskriftir hans allviða i söfnum hjer.
2) Sbr. A. M. 792 a X 4to.
3) 1042 4to, tileinkuð 2. mars 1702 sjera Ólafi Jóussyni, þá kirkju-
presti i Skálholti, föður J. Ól. Grv.