Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 118
110
Utanfarir.
[Skirnir
til tekist, að á sumura aviðum eru margir varamenn, þó
að ekki sje um nema eina stöðu að ræða, en víðast hvar
enginn, hvorki nú eða á næstunni. Það mun rjettast að-
nefna nokkur dæmi, svo að öllum geti orðið ljóst, að nokk-
ur hætta sje á ferðum. I stöðu þá, er jeg gegni, eru til
2 varamenu, góðir og gildir, þótt jeg megi enn teljast
maður á besta aldri; raunar gegna þessir tveir menn
störfum, sem þeir hafa ekki sjerstaklega búið sig undir^
meðan þeir voru við nám. Hins vegar eru t. d. engir
varamenn í eðlisfræði, efnafræði, dýrafræði, grasafræði,.
stær ðfræði og heimspeki, fáir fullboðlegir menn í háskóla-
stöður, enginn tilvalinn maður í póstmeistarastöðu o.
s. frv. Hin nýstofnaða stærðfræðis- og náttúrufræðadeild
mentaskólans hangir á horriminni og getur oltið um koll,
fyr en varir, af kennaraskorti. Þar hagar svo til, að
fyrst og fremst þarf að vanda til tveggja starfsmanna,
sem annast kenslu í þeim fræðigreinum, sem deildin dreg-
ur nafn af. Stærðfræðiskennari er þar góður og gildur,.
þótt að vÍ8u enginn varamaður sje til í hans stöðu, en í
eðli8fræði hjarir deildin á góðmensku manns, sem áður er
svo 8törfum hlaðinn, að ekki er á þau bætandi. Færi nú
svo, að hann yrði að láta af þessum starfa, af heilsu-
bresti eða öðrum ástæðum, virðist í talsvert óefni komið.
Telja má reyndar líklegt, að til sjeu nokkrir menn, sem
vera mundu færir um að gegna þessum starfa, en þeir
hafa allir önnur verk með höndum, og gætu ekki bætt
þessu á sig, svo að fullsæmilegt væri. Eðlisfræðiskensla
er svo mikil í skólanum, að ekki veitir þar af einum
manni óskiftum og engin önnur úrlausn er fullnægjandi.
Eru nú helst horfur á, að deildina verði að leggja niður
mjög bráðlega eða hefja undanhald, taka til starfans
mann, sem illa gæti rækt hann, hvort heldur væri af
annríki eða ónógri þekkingu. — Það, sem nú er sagt um
þessa einu stöðu, á við í mörgum greinum öðrum. Vjer
erura þegar komnir inn á braut, sem er hættuleg og
ósæmileg.