Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 165
Skirnir] Um Friðrik ViJhjálm I. Prússakonung. 157
menn. Margt annað vann kjörfurstinn atvinnuvegunum
til eflingar, ljet t. d. grafa skipaskurð mikinn milli Oder
og Spree.
Kjörfurstinn mikli dó 1688. Á hans dögum hafði
íbúatalan vaxið úr 1 miljón upp í l1/^ miljón, en ríkis-
tekjurnar höfðu fimmfaldast. Þær voru 500,000 dala þeg-
ar hann tók við stjórn, en 2,500,000 þegar hann dó. Ríki
hans var að visu ekki komið í tölu stórveldanna, en stór-
veldin neyddust þó til að taka tillit til þess.
Sonur hans hjet Friðrik, og var hann gjörólíkur föður
sinum. Hann var gjálífur maður, eyðslusamur og fram
úr hófi hjegómagjarn. Allur hugur hans stóð til þess
eins, að bera konungsnafn, og til þess af fá því fram-
gengt, Jagði hann ógrynni fjár og virðingu sjálfs sín og
lands síns í sölurnar. Loks hafði hann vilja sinn fram
1701, og var konungstitillinn tengdur við Prússland, því
að þar hafði hann óskorað fullveldi. Að öðru leyti var
ekki annað sýnna um hans daga, en að alt verk kjör-
furstans mikla mundi fara forgörðum. Meginhlutinn af
tekjum landsins gekk í siðlaust og kostnaðarsamt hirðlíf,
lítil8verðir gæðingar konungs fóru með völdin og umboðs-
stjórnin korast öll á ringulreið. Það má Friðrik konung-
þó eiga, að hann hjelt hermálunum í sama horfi sem faðir
hans, og jók fremur herinn en rýrði. Hann dó 1713 og
tók þá við ríkinu sonur hans, Friðrik Vilhjálmur I.
Fáir menn hafa orðið fyrir misjafnari dómum en
Friðrik Vilhjálmur I. Samtíðarmönnum hans varð star-
8ýnt á hann, en í augum flestra þeirra var hann ekkert
annað en miskunnarlaus og hrottalegur harðstjóri, þó að
einstaka maður skildi hann og vissi, hvers virði hann
var. Seinni tima menn hafa vitanlega verið sanngjarn-
ari í dómum sínum um hann, enda stóðu þeir betur að
vígi, eftir að ávextirnir af öllu hans stríti og stríði voru
komnir i ljós, en alþýðuhylli hefir hann þó aldrei átt að
fagna, hvorki lífs né liðinn. Það er og skiljanlegt, því að
brestir hans voru mjög svo áþreifanlegir, en kostirnir