Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 134
126
Landmörk islenskrar orðlistar.
[Skirnir
ment þjóðar vorrar á. Það sem hann semur, hvort held-
ur er í bundnu eða óbundnu máli, er einkum verðmætt
fyrir oss af því, að þar er svo víða brugðið birtu út yfir
þau lifssvið, sem varða oss mestu. Heimilin og viðureign
íslenskrar alþýðu við alt það, sem fyrir hana er lagt
uppi til sveita, verður skýrara fyrir oss, og vjer fáum
meiri mætur á þvi öllu, þegar vjer lesum ýms kvæði og
sögur eftir G. F.
Það mun lengi bera mikið á G. F. meðal íslenskra
skálda, en fyrir vorn eigin tíma er hann ágætastur vegna
þess, hve djúpt hann sækir í hugheim, þegar hann er að
vega myndir málsins. Hann er nú orðinn að mestu óháð-
ur þeim norsk-dönsku fyrirmyndum, sem einkanlega vöktu
marga frumgáfaða Norðlendinga til nárnfýsnar og ástar
á listum og ljóði um síðustu tugi fyrri aldar, — en enginn
efi er á þvi, að raunsýna stefnan (realisme), sem á þeim
árum lagði leið sína yfir Danmörk og Noreg til íslands,
merkti verk hans í fyrstu. Og tök hans á málinu urðu
frá byrjun sterk vegna þeirra áhrifa. En nú hefir hann
hagvanið hinn erlenda gróður í íslenskum bygðarlögum.
Hann hefir samrýmt þann forna anda, sem lifir enn í
skáldskap íslenskrar þjóðar, við sannleikskröfur hinnar
nýju stefnu, sem yngdi upp listir Norðurlanda um það
leyti, er G. F, kom fyrst fram.
G. F. talar almennt um rithöfunda i »Sólhvörfum«
(»Fylgið úr hlaði«, bls. 194), en á við sjálfan sig sjer-
staklega, þar sem hann skýrir frá því, hvert vandaverk
sje að rita góðan sögustíl: »— að lokum er hver setning,
hvert orð sorflð og heflað, fágað eða þá skift um orð, ef
unnt er að finna betra í nýrri leit, en áður var fundið.*
Hann er þó með rjettu talinn fremri fyrir Ijóð sín, þai'
sem afl hans í máli og líkingum nýtur sín miklu betur.
Eftir því sem frásögnin heimtar óbrotnara daglegt mál,
eftir því verður þyngra viðfangs að fullnægja þessum
kröfum höf. sjálfs til sannrar orðlistar. Rithöfundur einn
danskur segir, að »ekkert sje jafn erfitt eins og að vera
almennur* og það er satt og rjett, þar sem talað er um