Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 58
Skirnir]
AfBtæðiskenningin.
51
þegar um svo fínar mælingar er að ræða. Þegar þetta
var birt, varð Einstein fyrst verulega frægur, ef til
vill frægastur allra núlifandi manna.
Reglurnar í rúmfræðinni skiftast i þrjá höfuðflokka,
skilgreiningar (definitionir), forsendur eða frumreglur
(axiom) og afleiðingareglur (theorem). Reglurnar í síðasta
flokki eiga að vera rökvissar afleiðingar hinna, en hver-
jar forsendurnar eru má stærðfræðingnum i rauninni
Btanda á sama um. Hans verk er að draga út af þeim
rökvissar afleiðingar, en þær eru að sjálfsögðu algerlega
undir því komnar, hvernig grundvöllurinn er lagður. Að
leggja grundvöll undir rúmfræði er oft kallað. að »skil-
greina rúm«.
Hin venjulega rúmfræði er kend við Evkleides. Eftir
henni á að mega ákveða »punkt* með þremur »miðum«.
Hjer er t. d. einn punktur í herberginu sem er 3 m. frá
norðurvegg, 2 m. frá austurvegg og 1 m. frá gólfl. Mið
þau sem þurfa til þess að ákveða punkt eru stundum
kölluð »viddir« rúmsins. Evkleides’s-rúm er þá »þrívítt«.
Rúmskilgreining Evkleides’s er afar-nátengd hugmynd-
inni um fastan líkama, og á henni er hreyfingarfræðin bygð.
Þar er gert ráð fyrir »absolut« máli, rúmtak tenings er t.
d. altaf samt við sig, hver sem mælir það. En nú er það
auðsjeð, að orðið »fastur líkami* missir merkingu sína í
afstæðiskenningunni, þar sem bæði stærð hluta og lögun
er í sjálfu sjer komin undir hreyfingarástandi þess, sem
mælir, gagnvart hlutnum, sem mældur er.
Það liggur þá ekki fjarri að íhuga, hvort ekki mætti
leggja annan grundvöll undir rúmfræðina, svo að regl-
urnar í henni kæmu heim við þessa nýju heimsskoðun.
Þetta heflr nú verið gert. Á þvi byrjaði þjóðverjinn Min-
kowski, sem nú er dáinn. Minkowski hefir rúmið »fervítt«,
tekur með nokkurum hætti tímann upp sem fjórða mið
(punkturinn er 3 m. frá norðurvegg, 2 m. frá austurvegg
og 1 m. frá gólfi, klukkan hálf tíu!). Þetta gerir að vísu
gamla hreyfingarfræðin líka, en með alt öðrum hætti.
4*