Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 171
Skírnir] Um Friðrik Yilhjálm I. Prússakonung. 163
að hann var vel efnaður aðalsmaður. Hinn æðati dóm-
stóll í Berlin leit svo á, að með því að maðurinn gæti
bætt skaðann að fullu, væri 4 ára fangelsi hæfileg hegn-
ing. Að þeim dómi gatst Fr. V. ekki. Hann var aldrei
mjúkhendur á yfirsjónum embættismanna sinna, en þó
allra síst, af þeir urðu sannir að sök um fjárdrátt.
Skömmu seinna átti hann ferð norður til Königsbergs,
og kallaði þá Schlubhut fyrir sig til yfirheyrslu. En
Schlubhut mun hafa verið maður ekki vitur, því að þeg-
ar konungur tók að telja á hann, ljet hann sem hann
vissi ekki, hvaðan á sig stæði veðrið, sagðist ekkert vita
hvernig þetta hefði atvikast, ljetst fús að borga alt aftur
o. s. frv. En þá gerðist konungur all-ófrýnn: »Að borga
aftur? Veit hann1 þá ekki hvað þjófnaður er? Veit
hann ekki, að hver venjulegur þjófur á að hengjast —
hvað þá heldur embættismaður í konungsþjónustu, sem
staðinn er að fjárdrætti? Skilur hann ekki, að hann
sjálfur verðskuldar alveg sjerstaklega að hengjast?* En
Sehlubhut ljet sjer það ekki skiljast: »Það nær engri átt,
að hengja prússneskan aðalsmann fyrir svo litlar sakir!«
Það svar reið veslings manninum að fullu. Konungurinn
tryltist, ljet flytja hann samstundis i varðhaldið aftur, og
daginn eftir var Schlubhut hengdur á hæsta gálga á
torginu i Königsberg.
Að vísu voru aðgerðir konungs óvenjulegar við þetta
tækifæri, því að hann var hamslaus maður, þegar hann
reiddist, og tjáðu þá hvorki fortölur nje fyrirbænir. En
mörg önnur dæmi mætti nefna um miskunnarlausa hörku
hans við brotlega embættismenn, þó að hann sjaldnast
gripi fram fyrir hendur dómstólanna og neytti þess, að
hann hafði hið æðsta dómsvald, eins og i þessu máli.
Samt 8em áður var hann embættismönnum sínum að
að mörgu leyti hollur húsbóndi. Hann launaði þá að vísu
sparlega, en þó betur en áður hafði tíðkast, og þess gætti
hann vendilega, að þeim væru goldin launin i rjettan
skildaga, en á því vildi verða misbrestur í flestum ríkj-
1) Þýskir þjóðhöfðingjar ávörpuðu þegna sina í þriðju persónu.