Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 135
Skirnir]
Landmörk islenskrar orðlistar.
127
hlutverk listamanna. Skyldleiki G. F. við inata eðli og
líf almennings ber hann þó jafnaðarlega yflr torfærurnar
og það er eins og svipur stórskorinna landshátta breiði
oftast birtu yfir heildina í því, sem hann setur fram. —
Obrigðul 8mekkvisi dregur skarpa línu milli þes3, sem
má segjast, og hins, sem á að vera ósagt; en jafnvel
þar, sera G. F. stígur hættulegustu sporin á þeim merkj-
um, virðist einatt þetta innilega og sanna samband hans
við húsbónda Islauds, þjóðina sjálfa — þetta heimilisfang
hans á óðulum þeirra huga og hjartna, sem hann lýsir,
hefja hann upp yfir ámæli.
Hann dýrkar sólina og hún hefir um nokkurt skeið
staðið milli hans og hinnar æðstu veru, alheimsandans
En vel má sjá af mörgu, að trú hans á það, sem hann
skynjar ekki nje skilur, hefir dafnað mjög með undanförn-
um árum eins og t. d. í »Tólf sögum« (bls. 137); »Guð
kveikti á tunglinu og lýsti konunni burt frá manninum*.
I »Sólhvörfum« bls. 32 segir hann: »konungurinn í Ijóss-
ins landi — mælir fyrir munni sjer, meðan hann gengur
upp og niður vetrarbrautina og kveikir stjörnublysin í
heiðríkjunni. Hann heldur á ljósasöxum og bregður þeim
við og við á gamla kveyki. Þá falla skörin — stjörnu-
hröp«. í »Heimahögum« má aftur á móti finna önnur
skýr merki frá hinum eldri tírna, meðan hann var háðari
útlendu áhrifunum, sem áður voru nefnd. I ljómandi lag-
legu kvæði (»Harpa«), segir hann meðal annars:
«Alla leið frá unnar brá,
innst í dalinn mjóa
geislar sólu flognir frá
flötum beinum róa.
Seinasta hendingin kemur frá þeim, sem þakkarljós-
inu lífgjöfina, en leitar ekki öllu lengra i hæðirnar.
Ættarmót við sama skóla ber t. d. þetta sterka erindi:
»— — foldin lá í hlekkjum
með frosin tár á kinn
og fannakjólinn strengdan inn að beini«,