Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 32
Skirnir]
Um Landnámn.
25
hina upphaflegu röð. Jón Sigurðsson, sem var aðalútgef-
andi bókarinnar 1843, tók eftir því, að einn staður í Stb.
mælti með því, að röðin í Mb. væri rjettari, en líklega
væri 8á staður rangsettur, og hann fiutti hann til. Slikt
er ætíð varúðarvert. En þó var þessu fylgt, og lang-
flestir, þar á meðal K. Maurer og jeg (í 1. útg. af bókm,-
sögu minni hinni meiri), töldu líklegt, að röðin í Mb.
væri yngri og miður upphafleg. Þá kom B. M. Oisen
fram og tók að rita um Ara fróða og Landnámu og sam-
band hennar við ýmsar Islendingasögur. Hann vildi sanna
tvent, að Landuáma væri upphaflega samin af Ara, og að
Melabókarröðin væri upphfflegri, og að hún væri að ýmsu
rjettari. Hann setti brotið hærra en 106 (112), og þar
skjátlaðist honum; það var vorkunn, eftir því sem til hag-
aði. Málið var ekki nægilega rannsakað, og 106 (112)
óútgefið í heiid sinni.
B. M. Olsen mælti harðlega móti því, að hinn um-
ræddi staður væri fluttur til, slíkt væri óleyfilegt í vís-
indalegu tilliti. Jeg verð nú að vera honum samdóma
um þetta mikilvæga atriði. Tii þess að flytja staðinn,
þarf miklu sterkari ástæður en þær, sem áður hafa verib
frara settar. En ef staðurinn er rjettur (»sem fyrr er rit-
at«) verður tilvísunin rjett i Melabók, en röng í Sturlu-
bók, einmitt af þvi, að tilvísunin á þar við stað, er síðar
kemur eftir skipulagi hennar. Tiivísunin og skipulagið
rekst hvort á annað; ef tilvísunin er rjett — og það má
telja víst — er skipulagið rangt eða óupphaflegt, með öðr-
um orðum: skipun efnisins í Melabók er sú, sem höfð var
frá öndverðu.
Þar með er auðvitað ekkert sýnt eða sannað um
frumhöfund Landnámu eða að það sje Ari fróði. Það hefur
B. M. Olsen ekki tekist að sanna, og af ýmsum ástæðum
er það allólíklegt, að Ari sje frumhöfundurinn.
Hitt er annað mál, hvort textinn i ýmsum greinum
er rjettari og upphafllegri í Mb. en i hinum. Það er hann
efalaust, en þar verður að beita hinni mestu varúð í
rannsókn þess máls. Þar er jeg í engum vafa um, að