Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 183
Skirnir]
Um Friðrik Yilhjilm I. Prússakonnng.
175-
ræktarsemi. Hann eignar honum alla sína sigra, og all-
an uppgang hins prússneska ríkis. Draumur, sem hann
dreymdi í sjö ára stríðinu sýnir best, hve djúpa virðingu
hann bar fyrir föður sínum. Hann þóttist eiga í höggi við
Daun marskálk. Alt í einu þóttist hann kominn til
Charlottenburg og hitta þar föður sinn. »Hef jeg barist
vel?« — »Já!« — »Þá er jeg ánægður, því að jeg met.
meir yðar lof, en allra annara manna«.
Úr brjefi
frá Brynjólfi Pjeturssyni til Þórðar Jónassen
dags. 12. mai 1844.
Þú minnist litið eitt á formálann fyrir framan „Fjóra þætti“, en
með þann formála hef eg ekkert haft að sýsla nje heldur útgáfn sjálfrar
hókarinnar — þó mjer annars þætti vænt nm að þær ritgjörðir, sem í
henni eru, komust á islenzku. En útgefendurnir hafa sett framan á hók-
ina „gefnir út af M. Eirikssyni og öðrum Islendingum«, þó þeir i rann-
inni væru ekki nema nokkrir. Ekki hef jeg heldur átt nokkurn þátt i
Nýjum fjelagsritum, hvorki nú nje fyrr; landsmenn hafa þar skipst i
tvo flokka, og eru aðrir í Nýjum fjelagsritum, en aðrir í Fjölni, og eru
þeir færri saman. En þar sem þú segir í hrjefi þinu til min viðvikj-
andi formálanum, að „það sem er satt og rjett þurfi ekki að halda á
spottyrðum nje skopi til þess að ná rjetti sínurn11, get jeg ekki verið
þjer fnllkomlega samdóma, þvi eptir þvi sem mennirnir eru gjörðir,
finnst mjer það stundum vera öldungis nauðsynlegt, að opna augu
þeirra fyrir hinu rjetta, með þvi að gjöra hið ranga hlægilegt, enn jeg
er þjer samdóma i, að formálinn hafi ekki verið skifaður með nógri
alvöiugefni.
Fjölnir er nú búinn til ferðar. Hann er altaf — ifölge Princip —
að verða meinlausari og meinlausari, og hefir þó altaf meinlaus verið.
Alþingisritgjörðin hefir orðið of »polemisk«; en hún var rituð i sliku
flaustri hjer um daginn, að ekki var tími til að steypa henni um aftur.
En þó mönnum sviði aldrei svo sárt, hvernig nefndin hefir þrælbundið
sig við dönsku þingsköpinn, þar sem hún hafði þó öldungis frjálsar
hendur, hefði þó eflaust verið rjettara að sitja enn betur á sjer.