Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 128
Í20 Landmörk íslenskrar orölistar. [Skirnir
álitnar »þýðingar af íslenskum þjóðsögum«. Hvernig sem
menn líta á afstöðu Dana til íslenska málstaðarins að
undanförnu, er það eitt vist og kunnugt öllum, sem dval-
ið hafa lengi í Danmörku, að þel almennings og bestu
mauna þar í landi var jafnan mjög blýtt til íslendinga.
Þessa neyttu dansk-islensku höfundarnir í ríkum mæli.
En af þe3su getur það orðið skiljanlegt, að alþýða íDan-
mörku heflr vanist á að lesa frásagnir G. Gf., sem komu
í framhaldi hver af annari, eftir mjög hyggilegri tilætlun
höfundarins frá upphafi. En G. G. hefir ekki látið sjer
þetta nægja — hann ætlar sjer einnig að öðlast vinfengi
og metorð þess mentaða heims, sem virðir uorræna snild,
kyngöfgi og mátt í máli og dáðum.
Þegar fyrsta bók hans af þessu tæi var birt í Ilöfn,
komu jafnharðan út tvær orðrjett samhljóða auglýsingar
í 2 af helstu blöðunum þar undir fyrirsögninni »Island«.
Þar var það sagt, að G. G. væri nú tekinn til við íslensku
fornsögurnar og efaðist höfundur greinarinnar ekki um
þýðingannikinn árangur af þeirri starfsemi G. G., sem
tvímælalaust væri maðurinn til þess að leysa þetta hlut-
verk af hendi, eða eitthvað á þá leið. Þessi einkennilega
fyrirsögn yfir ritdómi sýnir vel, hvernig litið er á starf-
semi G. G. meðal Dana.
Vegna þess, að G. G. virðist svo gersneiddur þeim
hæfileikum, er ráða mestu um gildi skáldskapar, einnig í
óbundnu tnáli, verða megineinkenni haus ekki fundin í
þvi, sem hann á til, heldur ákvarðast þau af því, sem
hann skortir að anda, málsmennt og smekkvísi, en eín-
mitt það gerir hann einnig stórvirkan og fyrirferðarmik-
inn á markaðinum. Hann tefst aldrei frá iðju sinni af
því að leita eftir myndum, er lýst geti þvi, sem honum
býr í brjósti, heldur lætur hann orðin sjálf teyma sig
áfram, svo að stundum er líkast þvi, sem hann skrifi í
nokkurs kyns óráði; koma þá einatt fram fágætar öfgar,
villur og smekkleysur í máli hans, svo að lengi mætti
leita að líku, þótt stigið væri niður á hin lægstu þrep
meðal auðvirðilegustu ritsmíða samtíinans. Hann byrjar