Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 124
116
Utanfarir.
[Skirnir.
þau í lífeyrissjóð fyrir gjalddaga, ef þörf krefur. Þykir
mjer liklegt, að verðbrjefafje lifeyrissjóðs mundi geta full-
nægt talsverðu af lánsþörflnni, og hins vegar næsta eðii-
legt, að lífeyrissjóður yrði látinn koma að sem bestum
notum þeim mönnum, sem eiga síðar meir að kosta
hann og efla.
Jeg get þess að lokum, þótt ekki snerti það beint
það mál, sem jeg hefi leitast við að bera lijer fram, að
jeg teldi sanngjarnt mjög, að forrjettindi kandidata frá
háskóla vorum til embætta hjer á landi, yrðu úr lögum
numin, um leið og full skipun kæmist á nám menta-
manna utan lands og innan. Virðist mjer ekki eðlilegt,
að rjettur til embætta hjer sje bundinn neinum öðrum
skilyrðum en íslenskum þegnborgararjetti og nógri þekk-
ingu; en vel mætti gera kröfu um aukapróf í þeim efn-
um, sem eru með öðrum hætti hjer en annarstaðar. Er
það varla vansalaust til lengdar, ef háskóli vor reynist
ekki samkeppnisfær í sínum greinum, og varla neitt að
óttast, ef þau hlunnindi yrðu látin haldast honum til
handa, að styrkveitingar til nemenda hans yrðu gjaflr,
eins og hingað til, en ekki lán. — En hvort sem mönnum
sýnist þetta ráð eða ekki, og um það munu vera skiftar
skoðanir, þá vona jeg fastlega, að ekki verði frá horfið,
fyr en fengin er sú skipun á námi mentamanna vorra, að
vjer þurfum eigi að kvíða skorti á reynslu, þekkingu
og andlegri víðsýni.
Jón Ofeigsson.