Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 55
48
Afstæðiskenningin.
[Skirnir
tilraun á slcipi með vaxandi hraða, verður niðurstaðan nd-
kvœmlega eins og skipið hefði verið Tcyrt og slíkur kraftur
hefði veríð verkandi. (Kúlan veltur I báðum tilfellum í
parabóluboga aftur eftir borðinu).
Og hann segir ennfremur:
Hvernig sem hreyfingu skipsins á vissu augnabliki
er háttað, get jeg skoðað það kyrt Það má ætíð finna
krafta sem verka eins á tilraunarniðurstöðuna og hreyfing
skipsins gerir. Hver athugandi getur því á hvaða augna-
bliki, sem er talið sig kyrran, og skoðað heiminn frá
sínu sjónarmiði. Og öll sjónarmið eru jafn-rjetthá, ef svo
má að orði kveða. Sá sem athugar stjörnurnar á vetrar-
kvöldi getur t. d. alveg eins hugsað sjer að jörðin sje
kyr og stjörnugeimurinn snúist kringum hana, eins og
hitt, að jörðin snúist um sjálfa sig og stjörnurnar sjeu
kyrrar1.
1) Til þeis að sýna, að þetta sje annað og meira, en orðaleikur, ætla
jeg að taka eftirfarandi dæmi: Það er kunnugt, að þyngd sama hlntar
er minni á miðjarðarlinu en á pólunum, og er það meðal annars kent
snnningi jarðarinnar. Þetta er skýrt svo: Sje hluturinn veginn (á gorm-
vigt) á pólnum, gengur öll þyngd hans til þess eins, að teygja úr gorm-
innm. En sje hann veginn á miðjarðarlinn, gengur nokkur hluti þyngd-
ar hans aðeins til þess að halda honum við jörðina, því að vegna snún-
ingsins mundi hann þeytast hurtu af yfirborðinu ella. Það sem eftir er
af þyngd hans fer þá til þess að teygja úr gorminum. Það er þá eins
og á jörðunni (og mest um miðjarðalinuna) verki kraftar út frá jarðar-
ásnum, sem draga ár þyngd hlutanna. Þetta er nú ofurskiljanlegt. En
hvernig á að skýra þessa krafta út frá jarðarásnum, ef jörðin stendur
kyr? Jeg get ekki gert mjer von um að allir lesendur *Skírnis« skilji
skýringuna, en hún er hjernmhil á þessa leið:
Það er sannað i aflfræðinni að materiel kúluskel, sem öll er jafn-
þykk og jafnþung i sjer, hefir enga þyngdarverkun inn á við, þ. e:
hvar sem massapunktur er innan i henni verkar enginn þyngdarkraftur
á hann frá kúluskelinni. Jeg hugsa mjer nú stjörnugeiminn sem homo-
gena materiella kúluskel. Ef nú jörðin snerist ekki, væri það eins og
engir þyngdarkraftar frá umheiminnm verkuðu á hana, eða rjettara sagt
resultantinn af öllnm þeim kröftum væri 0. »En nú snýst jörðin, segir
einhver við mig«. Það er eftir þvi hvernig það er tekið, segi jeg. Jeg
get eins skoðað hana kyrra og sagt að himinkúlan snúist ntannm hana.
Af þvi leiðir, að massarnir i ekvatorialbelti himinkúlunnar hljóta að