Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 49
42
ÁfstæðiskenniugÍÐ.
[Skírnir
Þá er að taka upp þráðinn, sem áður fjell niður, og
minna á það, sem stendur í greininni (B). Ur þvi að
hreyfingarfræðin gerir ekki mun á »kyrð« og »jafnri
hreyfingu« — og jeg hugsa mjer hreyfingu vagnsins jafna —
þá hef jeg leyfi hennar til þess að hugsa mjer, að vagn-
inn sje kyr, og alt sem er í föstu sambandi við hann,
en vegurinn hreyfist þá frá niínu sjónarmiði í öfuga átt,
til vesturs (sbr. tilraunina í káetunni á skipinu). Þegar
við nú dæmum báðir um þessa viðburði — blossana úr
tinnusteinunum — verða þeir dómar okkar þannig:
Hann segir: Blossarnir komu úr tinnusteinunum í
vörðunum, og jeg er kyr gagnvart þeim og jafnlangt
frá peim. Nú sá jeg þá samtímis, þessvegna ur ð u þ eir
samtímis, samkvœmt skilgreiningunni (F) á samtimi tveggja
viðburða.
Jeg segi: Blossarnir komu úr tinnusteinunum i hjól-
ásunum, og jeg er kyr gagnvart þeim og jafnlangt frá
<feim. Nú sá jeg þá ekki samtímis, þessvegna urðu þeir
ekki samtímis, samkvœmt skilgreiningunni (F) á samiími
tveggja viðburða.
Okkur kemur þannig ekki saman um samtími tveggja
viðburða, þegar við erum á hreyfingu hvor gagnvart
öðrum. Af þessu leiðir nú, að samtimi er afstœtt hugtak,
þ. e.: þó að tveir viðburðir verði samtímis fyrir mínum
sjónum, þurfa þeir ekki að vera það fyrir sjónura ann-
are athuganda, ef við erum á hreyfingu hvor gagnvart
öðrum.
Jeg hefi nú heyrt menn segja um algert (absolut)
samtími viðburða á þá leið, að eitt er algert samtími og
annað er það, hvort hægt sje að ganga úr skugga um
það. En þar til er að svara, að slíkt hugtak er alveg
þýðingarlaust — ef annars er hægt að skilgreina það,
sem jeg hygg að ekki sje. Þvi að hvaða gildi hefir það
þó að jeg fullyrði að tveir viðburðir verði samtímis —
algeriega samtímis, samtímis fyrir ölluin, ef ekki er til
neitt ráð — ekki einusinni neitt hugsanlegt i áð — til
þess að ganga úr skugga um, hvort jeg hafi rjett fyrir