Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 159
Skrirnir)
Rök um aldur Njálu.
151
og goðorð? Eðr Eyjúlfr Bölverksson ? Landnáma
nefnir Bölverk, konu hans og son Gellir lögsögumann
f 1075 (65 árum eftir Eyjúlf), hve hægt var ekki
að bæta við »og Eyjúlfr er veginn var á alþingi«.
En hún þegir, og engin önnur saga en Njála nefnir
Eyjúlf. Eftir sínum skapadómi, að ódygð og rang-
indi hljóti að hafa illan enda, þá hlaut sá sem brennu-
málið varði, að vinna sjer höfuðbana. Gellir var
lagamaðr, en allir vissu að hann dó í hárri elli,
eins Þorkell Gellisson, höf. hafði því varla önnur
ráð, en að skapa nýjan mann, en hve ólíkleg er
þó ekki sú saga. Þorkell Eyjúlfsson, mesti höfðingi
og föðurbróðir Eyjúlfs og vinr Snorra, var þá
nýsestr að Helgafelli og hann skyldi láta frænda
sinn falla óhelgan, eðr þá Snorri, sem lætr frænda
sinn drepinn og óhelgan af tómum scrupulis rjettvís-
innar, að Eyjúlfur hafði varið rangt mál, sem margr
procurator hefir gjört fyr og síðar. Snorri var
ekki svo samviskusamr og eg er hræddr um, að
Breiðfirðingar hefði ekki tekið fegins hendi við hon-
um eftir það afrek sitt. Eg trúiþvi, að Snorri hefði
kannske, hefði Eyjúlfr deilt kappi við Snorra —
en þess getr sagan ekki — að hann hefði vel getað
verið svo kaldráðr að vera ráðbani Eyjúlfs, en
hann hefði án efa látið Austfirðinga borga full mann-
gjöld, og firt sig svo sökum og unnið sjer orðstír af
því. — En sögurnar geta um annan Eyjúlf, er veginn
var [á] alþingi en hann var af Víðdælaætt og í byrj-
un 12. aldar, skyldi ekki hann vera fyrirmynd höf-
undarins?
Mjer er og grunsamt, þegar menn rannsaka ætt-
artölurnar, hvernig höf. skiftir liði á alþingi. Það
er rjett, að hann lætr Austfirðinga fvlgjast að mál-
um. En Einar Þveræingr og Guðmundr ríki eru
í móti Austfirðingum og Siðu-Halli. Höf. hefir hjer
auðsjáanlega ekki íhugað það, að Ljótr, sem veginn
var, var dótturmaðr Einars, og annað hitt, sem