Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 163
Skírnir] Um Friðrik Vilhjálm I. Prússakonnng. 155
miðri leið. Alþýðan naut miklu meiri rjettarverndar en
áður, þótt kjör kennar væru víðast mjög erfið. Umboðs-
stjórn öll og dómsvöld voru fengin í hendur sjermentaðrar
embættisstjettar, sem einveldið skapaði og ól upp. At-
vinnuvegir þjóðanna voru verndaðir og efldir, og þótt
stjórnöndunum væru oft mislagðar bendur í þeim efnum,
sáust þó víða glæsilegir ávextir af þeim tilraunum. Listir
og vísindi blómguðust og yfir höfuð hafði einveldið for-
ustuna á öllum sviðum, og vann ótal mörg nauðsynja-
verk í þarfir þjóðanna. Það umskapaði og endurreisti
Evrópu, svo að hún varð að nýrri heimsálfu.
Hjer fer á eftir stuttur þáttur úr sögu einveldisins.
Maðurinn, sem frá verður sagt, var einn hinn harðráð-
asti, en um leið einn hinn þarfasti höfðingi, sem nokkuru
sinni hefir ríkjum ráðið. Fáir menn haf unnið betur í
í hendur framtíðarinnar, en hann. Hanu hefir nú legið
i gröf sinni næstum því 200 ár, en árangurinn af starf-
semi hans er enn þann dag í dag í fullum blóma, þrátt
fyrir alt 3em yfir hefir dunið.
Hohenzollernættin komst til valda í Brandenburg árið
1415, og kom það brátt í ljós, að miklir stjórnmálahæfi-
leikar bjuggu í kyninu. Þeir frændur reyndust raargir
ágætir stjórnendur, stefnufastir, hyggnir og harðdrægir,
en þó stóðu kjörfurstarnir í Brandenburg langt að baki
kjörfurstunum í Sachsen og Bayern að völdum og virð-
ingu í ríkinu. Það er fyrst um miðja 17. öld, að veru-
legur uppgangur ættarinnar hefst, og fer síðan sívaxandi
þangað til nú, að hið mikla hrun varð í ófriðarlokin.
1640 tekur Friðrik Vilhjálmur, »kjörfurstinn miklU,
við völdum í Brandenburg, og stóðjhann þá á tvítugu.
Riki hans var mjög sundurlaust og ósamstætt. Sum lönd-
in voru vestur við Rin (Kleve og Mark), Brandenburg i
miðju Norður-Þýskalandi, en Austui’-Prússland langt þar
fyrir austan. Það land laut ekki undir keisaradóminn, heldur
hafði kjörfurstinn það að nafninu til að ljeni af Pólverja-
konungi, en þau ljensbönd tókst honum að leysa 1660.