Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 116
108
Utanfarir.
[Skirnir
i honum geti vaxið andlegur þroski og víðsýni nokkuð
svipað því, sem orðið getur úti í heimi, þar sem nýtt ber
fyrir augu og eyru í hverju spori og alt verður athugul-
um og næmum manni til uppörvunar? Hætt er við, að
hjá flestum þeim, sem hvergi fara, — jeg á ekki við af-
burðamenn —, muni verða skamt til veggja og lágt undir
loft og værugjarnt, þar sem aðal andlega hvatningin
mundi felast í ljelegum skáldsögum og vesælum blaða-
greinum.
Af þessum ástæðum tel jeg það mikla afturför, að
utanförum mentamanna hnignar, og hina mestu nauðsyn
að ráða bót á því eftir mætti. Jeg geri ekki ráð fyrir
því, að horfið verði aftur til þess ástands, sem áður var,
og æðsta mentastofnun vor lögð niður, heldur að hún
veiti framvegis, eins og nú, öllum þorra embæt.tismanna-
efna þann undirbúning, sem veita má með bóklegri fræðslu.
En sjálfsagða endurbót tel jeg það, sem bæta mundi all-
mikið úr göllum þeim, sem jeg hefi hjer áður lýst, að gera
að skilyrði fyrir veitingu embættis, að umsækjandi hafl
dvalið erlendis að minsta kosti 1 ár eftir embættispróf.
Hvort hann notar þann tíma til frekari fullkomnunar í
sinni grein eða til annars þess, sem sæmilegt þykir og
honum má verða að gagni, tel jeg minna máli skifta.
Það fer varla hjá því, að slík för mundi verða hverjum
sæmilega þroskuðum manni, en ungum og næmum fyrir
áhrifum, það vegarnesti í framtiðinni, sem aukið gæti hon-
um áhuga og dug. _________________
II.
Eitt er þörf og annað nauðsyn. Svo er nú líf vort
og starf orðið margþætt og margvíslegt, að vjer getum
með engu móti komist af með innlendar mentastofnanir,
þótt vjer værum allir af vilja gerðir og vildum sem fæst
sækja til annara. Til margra starfa þarf undirbúning,
sem ekki fæst hjer á landi eða reynast mundi öldungis
ónógur. 0g svo er þjóð vor fámenn og fátæk, að oss er
það hin mesta nauðsyn að hafa valinn mann í hverjum