Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 81
Skírnir]
Sjera Páll í Selárdal.
73
og sýnir þetta ljósast, hversu áhrifln frá foreldrahúsun-
um hafa verið sterk, að Selárdalsfarganið gengur aftur
hjá dótturinni í Holti i veikindum barna hennar, vitan-
lega eignað sömu ástæðum, og »illræðismaðurinn« brend-
ur. En Selárdals er síðast getið í þessu sambandi á al-
þingi 1687, þar sem þá er lýst Þorsteini Helgasyni, er
strokið hafi úr Barðastrandarsýslu sumarið áður (1686)
eftir að fundist höfðu stafamyndir og galdraskrif (galdra-
blöð) eftir hann í Selárdal, og er sennilegast, að sjera
Páll hafi kært mann þennan fyrir alþingi, þótt ekki sje
þess beinlínis getið. Hæsta sumar (1688) er Þorsteinn
dæmdur rjetttækur til hýðingar eða frekari hegningar, ef
hann næðist, og ef það sannaðist, að hann hefði notað
þessa galdraskrift til tjóns, en síðar er hans ekki getið,
og hefir hann ef til vill sloppið af landi burt. Var nú
galdrabrennuæðið einnig að fjara út, því að á alþingi 1690
var kveðinn upp síðasti dauðadómurinn hjer á landi í
slíkum málum, en aldrei fullnægt. En einmitt á þessu
sama alþingi ljet sjera Páll lesa upp vitnisburði sína,
bæði frá lærðum mönnum við Hafnarháskóla frá 1644
og nýja vitnisburði frá andlegum og veraldlegum í Barða-
strandarsýslu og sóknarfólkinu í Selárdal, og eru þeir
auðvitað hinir lofsamlegustu um þennan göfuga guðsmann,
góðar kenningar hans, mikla lærdóm og loflegt framferði
utau sem innan kirkju. Er þess óskað, að drottinn láti
»svoddan ljós og læriföður síns safnaðar bæði lengi og
lukkusamlega viðhaldast, sinu nafni til dýrðar, en guðs-
börnum til gleði og góðra nota*1. Hvers vegna sjera Páll
hafi þá beiðst þessara vitnisburða og látið lesa þá upp á
alþingi, er ekki getið, en vafalítið tel jeg, að þetta standi
í sambandi við framkomu hans í galdramálum, því að
hann hefir eflaust komist að raun um, að margir hafi
verið farnir að telja hana gersamlega ósamboðna sann-
kristnum og góðum guðsmanni, enda voru menn þá tekn-
ir dálítið að vitkast, eftir að mesta hræðsluóráðið rann
1) Sbr. Alþ.bók 1690, nr. 36.