Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 129
Skirnir] Landmörk íslenskrar orölistar. 12Í
á því að færa í letur eitthvað sem gerist, blátt áfram,
með hversdagslegu, andlausu máli. En svo rekur hver
setningin aðra. Hann verður smátt og smátt gífuryrtur
og hann reynir að hylja tómleikann með því að láta per-
sónurnar komast í geðshræringar, sem verða ekki rjett-
lættar af atburðunum. Svo lætur hann dæluna ganga,
þangað til að háspennan er loksins orðin honum sjálfum
um of og þá dettur alt niður á jafnsljettu — svo að hann
geti fitjað upp á nýjan leik, koll af kolli Það líður sjald-
an á löngu í sögum hans, áður en einhver slasar sig
(Gestur eineygði), verður brjálaður (Ormarr fiðlari), finn-
ur upp nýtt tungumál (Danska frúin á Hofi), verður bráð-
kvaddur af geðshræringu eða þvi um líkt (örlygur o. fl.).
Einstöku sinnum virðist svo, sem hann ætli sjer að verða
fyndinn, en einmitt þd tekst honum sem hörmulegaBt, t.
d. eins og í »Varg i Veum« bls. 128: »Vorherre — som
han pludselig var bleven dus(!) med«. Rjett áður hefir
hann sagt um sömu persónu, að hann hafi á seinni ár-
um tekið upp þann vana að þúa alia án manngreinar-
álits. Af því sjest, að þrátt fyrir þann ávana, hefir mað-
urinn að undanförnu þjerað guð, þangað til »alt í einu«,
að hann fer nú að þúa hann.
Sje það rjett, sem hjer er haldiö frara um hæfileika
þessa höfundar, er auðsætt, að enn muni fara ver fyrir
honum, ef hann ræðst út í bundið mál. Þar getur hann
ekki brugðið fyrir sig frásögninni um atburði, er verða í
ókunna landinu norður í hafi, sem útlendingar unna fyrir
sögu þess og tungu og G. G. hefir notið hlífðar af. Jeg
nefni hjer eitt dæmi. í »Drengen«, bls. 65, segir hann:
»Nu vandt Klangen(!) undertiden Ordets Liv« (sic!).
»Falder dig Vandringen tung
ad Aarenes evige Vej
glem ikke Vejen er kort —
andre har traadt den for dig.
Andre har traadt den for dig,
hviler nu dybt under Mulde.