Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 132
124 Landmörk islenskrar orðlistar. [Skirnir
til« o. s. frv. Það liggur við að mönnum detti eitthvað
álika í hug, þegar blaðað er í bókum G. G. og menn fara
að kynnast skrifhætti hans og samsetning.
Að vísu væri nú eðlilegt, þó að Islendingum fyndist
heiður að því, hve mikil aðdáun er sýnd íslenskri tungu
og sögu með þeim viðtökum, sem rit þessa höfundar hafa
fengið á Norðurlöndum. í raun og veru er uppruniG.G.
hafinn því hærra með þessu, sem rit hans sjálfs eru
ómerkilegri. Og vonirnar um það, að sannur skáldandi
og ritlist frá íslandi, borin fram á tungu vorri, eins og
hún nú er orðin eftir endurreisn siua, hljóta að glæðast
við hina mörgu vitnisburði um einlæga velvild útlend-
inga til bókmenta vorra. En jafnframt verður því þó
ekki neitað, að svo langt má fara í því að þola eða jafn-
vel lofa óhæfar ritsmiðar frá þeim, sem telja sig Islend-
iuga, en skrifa fyrir útlenda lesendur, að það fæli aðra
sem bera virðingu fyrir list sinni frá því, að láta sig
sjást og metast á sama markaði. Auk þess miðar alt
slíkt auðvitað að því, að lægja ritment hjer heima og gefa
hjer ljóðglöpum og málbrjáli aukinn byr í seglin. Það er
þess vegna alls ekki rjettmætt, að íslenskir ritdómarar
láti alla slíka iðju og atvinnu með audlausan og jafnvel
hneyxlanlegan uppspuna, lokleysur og Ó3mekkvísi, með
öllu afskiftalaust. Hjer er verið að byggja upp þá skoð-
un úti um lönd, að skáldmennt vor sje nokkurs konar
bernskutilraun, sem þurfi að njóta verndunar meinlausra
og umburðarlyndra dómara — líkast því, sem vjer mynd-
um sjálfir líta á æfintýri og alþýðusagnir frá Grænlandi,
ef einhvern tíma kæmi sá dagur, að Skrælingjar fengju
leyfi til þess að rita á annara þjóða tungum. Mörgum er
hætt við því, af einskærri mannúð og góðvild á eina
hlið, að vinna mein á hina, hvort heldur er með því að
þegja eða segja. Það mun óhætt að fullyrða, að öllum
þorra menntaðra lesenda hjer á landi finnst sáralítið um
verk Gunnars Guunarssonar. En menn hafa ekki viljað
láta það uppi. Menn hafa frá fyrstu ekki viljað skerða
atvinnu hans, og enn frernur hefir það komið til greina,