Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 28
Skirnir]
Um Landnámu.
21
endar á eystra hluta Sunnlendingafjórðungs. í þessu
broti er textinn líka allmiklu styttri og er í því frábrugð-
inn, að ættir eru hjer mjög raktar til Markúsar á Melum
í Melasveit og konu hans. Sonur Markúsar var Snorri
lögmaður á Melura, d. 1313. Og má hafa það fyrir satt,
að hann sje höfundurinn. Bókin, sem brotið er úr, hefir
því verið nefnd Melabók, og »hin eldri«; þetta verður
þegar skýrt. Brotið er allungt og er ekki frumrit, langt
frá þvi; frá því er heldur hroðvirknislega gengið; hlaup-
ið yfir heilt blað í frumriti, án þess ritarinn hafi fundið
það, og því kaflar skeyttir saman, sem ekkert eiga skylt.
Þetta hefði átt að vekja varúð andspænis þessu broti.
En nú er til annað handrit í Árnasafni, 106 fol., er
nefnt hefir verið »Melabók hin yngri«. Það er uppskrift
af allri bókinni og hefst eins og sú í Sturlu-bók og Hauks,
með inngangi og þeim, sem fundu ísland. En svo er
haldið áfram eins og í brotinu, og hefst raeginmálið við
austurtakmörk Sunnlendingafjórðungs. Textinn er mjög
líkur brotinu, og um alla bókina gengur ættfærslan niður
að Melafólkinu. Þessi bók sver sig í ættina að því leyti.
Nokkur munur er á nokkrum stöðum á orðanna hljóðan
i henni og brotinu. Meginmálið likist mjög Hauksbók
annare. Sú skoðun hefir verið ríkjandi, að meginið í þess-
ari bók væri blendingur af Sturlubók og Hauks og þá
ekki sá upphaflegi Melabókartexti, nema helst í ættartöl-
um Melafólksins. Og þessvegna hefir bókin verið nefnd
»Melabók hin yngri«.
Vjer vitum, hver hefir skrifað þetta handrit (að mestu);
það er sjera Þórður Jónsson á Staðarstað (d. 1670), er var
mikill fróðleiksmaður. Hann skrifaði gullfallega hönd.
Þau eru einkenni á lians bók, að hann vitnar oft í aðrar
Landnámubækur og tekur úr þeim frábrugðnar greinar
og orð bæði inni í meginmálinu og utan máls Hann nefn-
ir þessar bækur: »Landnáma*, »annar«, »önnur bók», og
bvo sjálfa Hauksbók. Þessi handrit hefir hann haft og
tekið úr þeim þessi frábrugðnu orð. Þau eru nú týnd,