Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 143
Skírnir]
íalenzkt tónlistareðli.
135
Margvíslega heflr endir laganna verið notaður til þess að
gefa gamanseminni lausan taurainn.
X. Tónalt eðli.
Tóntegundaeðli íslenskra þjóðlaga hefir vakið athygli
erlendiB1. Það má heimfæra lögin flest til gömlu kirkju-
tóntegundanna, annara þektra tóntegunda eða tilbrigða
þeirra. Þó er þetta engin sönnun fyrir skyldleikanum,
því að naumast er hægt að skapa þá tónaröð, sem ekki
megi heimfæra á þenna hátt. Þó mætti í íslenzkum
þjóðlögum finna margar óþéktar tóntegundir. En hið tón-
ala eðli laganna er svo frjálst, að það virðist takmarkalaust.
Ekki endist hjer rúm til þess að sýna öll dæmi þess, en
að nokkru leyti er þetta þegar viðurkent. Hjer skal
vakin athygli á nokkrum fyrirbrigðum.
Lögin hafa oft fáa tóna, alt frá þrem upp í sex, og
ef þessum tónum hvers lags er skipað í röð, þá standa
þeir ekki ætíð í tvíundarfjarlægð hver frá öðrum, heldur
koma þar fyrir stærri bil (sbr. IV. einkenni). A bls. 678
hjá B. Þ. er t. d. lag með einu b, sem endar á d, en
hefir ekkert e, heldur forðast það beinlínis, þar sem það
lægi beinast við. Sama fyrirbrigði má finna í öðrum
lögum. Á óteljandi vegu má skýra þetta. Lagdæmi
fjögurra tóna er j Tónlistarháttum bls. 5. Mikið rann-
sóknarefni er í isl. þjóðlögum og ekki er hjer gerð nein
fullnaðarrannsókn. Rangt er það hjá B. Þ. að ákveða lög-
um tóntegund, en hann setur stundum b fyrir lög, sem
ekkert b flytja.
Lítið verður vart við leiðslutóna (á þýsku Leittöne)
í lögunum, þ. e. þeir koma ekki til meðferðar eins og
tíðkaðist siðustu aldir í Evrópu, sbr. stækkað ferundar-
skref (t. d. h—f eða c —fiss) o. fl.
Lítinn vott bera lögin um þá endingahætti (cadenz,
dominantfunktion), sem í Evrópu tiðkuðust síðustu aldir.
Ekki sjaldan virðast lögin enda í annari »tóntegund* en
þau byrja, en mjög verður að varast að leggja á þau
1) Aðallega mnn dr. A. Hammerich hafa vakið eftirtekt á þvi.