Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 120
112
Utanfarir.
[Skirnir
nein merki þess, að vandamáli þessu sje nokkur gaumur
gefinn af ráðandi mönnum, og því síður frjett neitt um það,
hvort þeir hafa hugsað sjer nokkrar aðgerðir í málinu, þykir
mjer hlýða að gera nokkra grein fyrir, hvernig jeg hygg
að ráða mætti fram úr þessu á sæmilegan hátt. Þætti
mjer vænt um, ef tillögur mínar gætu komið einhverri
hreyfingu á þetta mál, þótt svo aðrar leiðir yrðu farnar
en þær, er jeg bendi á.
Tillögur mínar eru á þessa leið:
Rikisstjórnin tekur þegar til athugunar, hvaða breyt-
ingum megi helst búast við, ef alt fer með feldu, á næstu
6—10 árum í hóp þeirra starfsmanna ríkisins, sem þarfn-
ast sjermentunar eða dvalar erlendis, til þess að geta
gegnt sæmilega stöðum sínum. Kemur þá að sjálfsögðu
í ljós, hvar líkur eru mestar, að skarð verði fyrir skildi.
Rannsakar hún þessu næst, hvort til muni vera fullgildur
maður í það skarð eða við nám, svo að ekki komist þar
í óefni. Verði hitt ofan á, sem jeg tel vafalaust, einkum
nú, eítir að alt hefir verið látið reka á reiðanum í langa
tið, að hörgull muni verða á hæfum mönnum, tilkynnir
hún skólastjóra mentaskólans niðurstöðu rannsóknarinnar,
og skólastjóri aftur nemendum. Oft mundi þetta verða
nemendum nægileg hvöt til þess að gefa sig að ákveðnu
námi, en yrði það ekki, eða einhverjum vandkvæðum
bundið, t. d. efnaskorti, yrði rikisstjórnin að heita hlunn-
indum, sem síðar skal vikið að. Þessari rannsókn ætti
svo að halda áfram árlega eða á fárra ára fresti, svo að
jafnan yrði fyrir því sjeð, að ekki yrði mannaskortur.
Raunar fær enginn við því sjeð, að stundum falla menn
í valinn, fyr en varir, en ekki þurfa vandræði að hljót-
ast af því, nema helst þar, sem um stöður er að ræða,
sem þarfnast mikillar sjermentunar eða mikill vandi
fylgir. Þar ætti því sjerstaklega vel um að búa, og ekki
•er fulltrygt, nema jafnan sje maður til vara. En takist
svo slysalega, að hörgull verði á mönnum, þrátt fyrir
þessa varúð, ætti það að vera sjálfsögð regla, að veita
ekki stöðurnar fyr en fullgildur maður er fenginn. Oftast